Í gær var öskudagur og við fórum á alla bæina í Trékyllisvík að syngja til að fá nammi. Og við fengum fullt af nammi! Við sungum Nú er frost á fróni, Úmbarassa, Ólafur Liljurós, Fyrr var oft í koti kátt, Álfareiðin, Á Sprengisandi, Það geta ekki allir verið gordjöss og Waka waka. Það var mjög skemmtilegt. Síðan var ball í samkomuhúsinu og Ásta sló köttinn úr tunnunni aftur. Reyndar var enginn köttur í tunnunni heldur nammi og popp. Þarna voru ýmsar kynjaverur t.d. trúður, Hannah Montana, býfluga, ísbjörn, sjóræningjar, fíll, Lísa í Undralandi, Barbie, köttur, jólahreindýr, svefnburka, partý lögga o.fl. Það var farið í marga leiki t.d. kústadans, limbó, ásadans, fram fram fylking, stóladans og feluleik. Myndirnar frá ballinu finnið þið í myndaalbúminu sem heitir Öskudagspartý.
Ásta Þorbjörg, Kári og Þórey.
Bloggar | 10.3.2011 | 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marteinn frá Krossnesi kom í skólann okkar fyrir tveimur vikum og var í skólanum hjá okkur þangað til á fimmtudaginn í síðustu viku. Það var mjög gaman að fá hann í heimsókn.
Í gær komu Ástrós Lilja og Karítas Gyða með flugi í sveitina. Hún Ástrós ætlar að vera hjá okkur fram á Bolludag og Karítas ætlar að fara á fimmtudaginn í næstu viku.
STÁA ORÞJRBÖG og DNIL ANAÍLÚJ P.S. við gleymdum nöfnunum okkar!!! HJÁLP!!
Bloggar | 1.3.2011 | 12:52 (breytt kl. 13:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag fengum við nýtt viðfangsefni en það var að velja okkur hluta úr margföldunartöflunni og kynna hann svo fyrir hinum. Við notuðum misjafnar aðferðir eins og sjá má á myndunum. Júlíana notaði skutlur í sinni kynningu og sendi þær til okkar, Ásta las upp sína kynningu, Jón Brynjar bjó til gogg og allir fengu að velja sér lit og dæmi og Kári bjó til ræðu á rúllu. En myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | 17.2.2011 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessa viku ætlum við að helga stærðfræði. Dagur stærðfræðinnar var í síðustu viku og við ætlum að taka þetta skrefinu lengra og hafa heila viku tileinkaða stærðfræði. Við gerum auðvitað margt annað líka. Júlíana er að læra um frumtölur, Ásta er að læra að reikna út hvað er langt síðan margir merkilegir atburðir gerðust eins og t.d. hvenær Ísland fékk sjálfstæði (67 ár) og fyrsti maðurinn gekk á tunglinu (42 ár), Kári er að læra um almenn brot og Þórey er að læra að spegla.
Við erum líka svo heppin að vera með gestanemanda í skólanum en það er hann Jón Brynjar frændi Þóreyjar og Kára. Það er alltaf svo gaman að fá gesti.
Hér eru tvær myndir af okkur frá því í dag
Bloggar | 15.2.2011 | 14:41 (breytt kl. 17:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag varð langþráður draumur að veruleika. Við fengum loksins nýjar tölvur til að vinna á í skólanum. Nú geta allir unnið við góðar tölvur í þeim mismunandi verkefnum sem við erum að fást við. Við erum himnsæl og glöð enda getum við núna unnið á okkar hraða en ekki á hraða snigilsins í slow motion.
Júlíana Lind
Bloggar | 15.2.2011 | 14:16 (breytt kl. 14:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær héldum við félagsvist í samkomuhúsinu. Við erum alltaf að safna okkur í ferðasjóð og peningurinn sem við fengum fyrir félagsvistina fer í hann. Ég spilaði hálft spjaldið og var hæst af öllum konunum. Ég hætti að spila í kaffihléinu. Þá fékk ég mér góðar kökkur og fór svo að spila Þjóf og Veiðimann við fólkið sem sat á auða borðinu. Þetta var gaman. Við gáfum nokkur verðlaun. Úlfar og Jóhanna fengu litabók í setuverðlaun, Kári og Edda fengu límmiða með dýrum á í skammarverðlaun og Siggi og amma Hrefna fengu bækurnar Mávahlátur og Brekkukotsannál í aðalverðlaunin. Margir voru jafnir svo það þurfti að nota spil til að draga um hver fengi verðlaunin. Svo tókum við saman borðin og fórum heim að sofa.
Þórey
Bloggar | 10.2.2011 | 11:42 (breytt kl. 14:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag breyttum við útaf vananum og fórum í skíðaferð í staðinn fyrir íslensku og ensku. Við vorum öll á gönguskíðum og gengum að Brekkum sem eru hjá Storð. Við renndum okkur og duttum öll nema Hrefna en hún er líka elst og reyndust. Þegar að við vorum búin að vera að renna okkur nokkra stund fengum við okkur kakó og kex. ÞETTA VAR ÆÐI!!!
p.s. Fleiri myndir eru í albúminu sem heitir Skíðaferð.
Bloggar | 7.2.2011 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsku Júlla
Við söknum þín kæra vinkona. Hlökkum til að fá þig heim úr borginni!
Kveðja
þínir vinir í skólanum
Þórey, Ásta, Kári, Elísa, Rósa og Hrefna
Bloggar | 27.1.2011 | 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló ég er kominn á eyðieyju. Ég er einn á eyjunni, eða ég held það. Eyjan er stór og mikil með einu pálmatré. Ég hef verið á henni í 3 mánuði og 4 daga. Hjálp hjálp hjálp bjargið mér.
Kári
Bloggar | 27.1.2011 | 09:10 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2010 var annasamt ár. Hér er frétt um árið okkar.
- Einar á kaffihúsinu gaf okkur 21. þúsund krónur og við ákváðum að fara í leikhúsferð á sýninguna Oliver Twist, einnig fórum við á skauta og á sögusafnið í Perlunni.
- Við þurftum að leggja af stað kl 7:15 til Hólmavíkur til að sjá ótrúlega flotta varðskipið Tý sem kom til Hólmavíkur útaf 112 deginum. Krakkarnir fóru í aðra ferð til Hólmavíkur á leikritið Prumpuhóllinn en ég var í Reykjarvík og komst ekki með.
- Okkur var boðið á Drangsnes í pítsupartí og leiki. Ferðalög eru rosalega semmtileg.
- Síðastliðinn vetur hafa margið komið í heimsókn til okkar t.d. Egill og Marteinn frá Krossnesi á Öskudaginn. Roland kom í heimsókn alla leið frá Sviss með svissneskt súkkulaði. Nammi, namm!!! Ástrós Lilja kom líka í nokkra daga og Karítas Gyða fékk að vera með okkur þegar að hún heimsótti Ástu. Jóhanna Kristjónsdóttir kom í heimsókn, hún hefur farið til næstum 100 landa og hitt Móðir Theresu. Í heimsókninni fræddi hún okkur um fullt af löndum. Birna og Bjössi komu í heim sókn til okkar og hjálpuðu okkur við undir búining vorskemmtunarinnar, þau komu með heilan helling af spennandi hljóðfærum.
- Kári og Þórey fóru suður til Reykjarvíkur því að á þessu ári fæddist Arney litla sem kom í heiminn 15. janúar, hún var 49cm á lengd og 14 merkur.
- Ásta fór til Kaupmannahafnar í vetur og við þurftum að vera ein í nokkra daga. Henni fannst ótrúlega gaman í Danmörku, enda ekki slæmt að fara í tívolíið og Legoland.
- Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur. Ásta var skrímsladavíðsbatmansprinsessubrúður, Kári var Stjáni blái, Þórey var prinsessa og ég var gíraffi. Þetta var rosa stuð og við fengum líka fullt af nammi.
- Páskastuðið var í algjöru hámarki, páskarnir snerust aðallega um að sofa út, borða páskaegg með fjölskyldum og leika saman.
- Eldgosið í Eyjafjallajökli byjaði 14/4 um nóttina, það var rosalega mikil aska og sumstaðar á landinu var allt svart.
- Í haust eftir fjörugt sumarfrí var nóg að gera við að týna og verka rabbabara, telja dollur og náttúrulega læra. Í haust bættist líka við kennarinn Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og nemandinn Þórey Ingvarsdóttir.
Við þökkum liðið ár og óskum ykkur alls hins besta á árinu!!!
Kv. Júlíana Lind
Bloggar | 17.1.2011 | 14:08 (breytt 19.1.2011 kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar