Þá er byrjað eldgos í Eyjafjallajökli eins og flestum er kunnugt. Gosið byrjaði í gærnótt og er sprungan tveggja kílómetra löng .
Það er búið að rýma svæðið og sleppa kindum og öðrum búfénaði út í haga. Fólk varð að flýja heimili sín. Það er mikið öskufall og askan stöðvar allt flug í norðurEvrópu. Þar á meðal í Bretlandi , Noregi, Svíþjóð og norður hluta Finnlands.
Þegar eldgos verða undir jökli geta komið mikil flóð og mengun í andrúmsloftið. Í Vestmannaeyjum var hætta á að drykkjarvatnið mengaðist útaf öskunni. Mikið flóð varð í gær, en litlar skemmdir, þó varð að rjúfa veginn á nokkrum stöðum til að bjarga nýju Mrakarfljótsbrúnni og túnum bænda.
Við fylgumst öll spennt með framhaldinu og vonum að hvorki verði slys eða tjón.
Júlíana, Kári & Ásta
Bloggar | 15.4.2010 | 13:20 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á laugardaginn var haldið páskabingó til styrktar ferðasjóð skólans. Edda var bingóstjórinn að þessu sinni og stóð sig mjög vel.
Vinningar voru auðvitað páskaegg, tveir flugmiðar hvert á land sem er frá Erni og tveir miðar í klippingu hjá Madonnu og Mýrúnu.
Ég vann aðalvinninginn sem var páskaegg nr. 10, flugferð og klippingu. Gústa í Norðurfirði vann körfu með litlum páskaeggjum og klippingu og svo vann Róbert í Árnesi eitt páskaegg.
þetta var alveg rosalega gaman og páskaeggin mjög góð líka!
Kveðja Júlíana Lind.
Bloggar | 8.4.2010 | 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun förum við í páskafrí, jibbí!
Við ætlum að borða súkkulaði, leika okkur eins mikið og mögulegt er og sofa út.
Svo verður páskabingó og þá ætlum við að reyna að vinna stærsta páskaeggið!
Gleðilega páska öllsömul, njótið páskaeggsins!
kveðja, Kári & Júlíana
Bloggar | 25.3.2010 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær breyttum við út af vananum og í staðinn fyrir að fara í heimilisfræði, fórum við út á Gjögur.
Við fréttum að Jón Eríksson hafði veitt eitthvert ferlíki.
Við komumst að því að þetta var risastór hákarl!
Okkur fannst hann flottur, en brá þegar að hann hreyfði sig pínulítið.
Þegar við vorum búin að skoða hákarlinn í krók og kring, sem var rosa gaman, fórum við í fjöruna hjá flugvellinum og fengum okkur hressandi göngutúr.
Svo skoðuðum við heitapottinn en hann var ískaldur,burrr.
Júlíana Lind
Bloggar | 18.3.2010 | 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er að fara til Kaupmannahafnar þann 23. mars!
Þetta er í fyrsta sinn sem að ég fer til útlanda. Ég ætla í Lego land, í Safari garðinn og í Bamba garðinn. Ég held að þetta verði alveg meiriháttar.
Ég er rosalega spennt!
Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir
Bloggar | 18.3.2010 | 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun þegar ég var að bíða eftir skólabílnum, þá sá ég stein sem að var með eitthverju loðnu á.
Fyrst hélt ég að það væri dauð mús undir steininum. Þegar ég tók steininn upp þá sá ég að þetta var kristall á steininum!
Mér fannst mjög spennandi að finna þennan kristal og tók steininn með í skólann. Ég faldi hann fyrir stelpunum í skólabílnum, af því ég vildi ekki að þær sæju hann fyrr en við kæmum í skólann!
Ég ætla alltaf að eiga þennan stein af því að hann er flottur! Ég kalla hann Stein Steinarr.
Kári.
Bloggar | 18.3.2010 | 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fórum við í fjöruna með Ingvari í staðinn fyrir að fara í heimilisfræði.
Þórey kom líka með. Við áttum að finna eitthvað í fjörunni sem við gátum hugsað okkur að borða. Við og Júlla bjuggum til sjávarréttahlaðborð. Á því voru krabbar, krabbaklær sem við notuðum sem rækjur, skeljar, þari og hreindýramosi.
Við fundum líka skál til að borða úr.
Við fundum bein, nokkrar hauskúpur og ljósaperu.
Við bjuggum til mynd úr hlutunum sem við fundum. Við bjuggum til myndir af hvölum, skjaldböku og bleikju.
Það var ótrúlega skemmtilegt að fara í fjöruna og finna alla þessa hluti. Veðrið var líka mjög gott, eiginlega vorveður, þó það hafi farið að rigna þegar við gengum heim.
Kári & Ásta
Bloggar | 11.3.2010 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sögusafninu í Perlunni voru mjög margar styttur. Fyrst sáum við munkinn og svo Hrafna Flóka, síðan Ingólf Arnarson. Mér fannst skrýtnast þegar ein kona ætlaði að skera brjóstið á sér. Síðan fórum við á bókamarkaðinn og keyptum bækur og svo fórum við í ísbúðina. Á sögusafninu keypti ég sverð.
Mér fannst skemmtilegast að sjá Snorra Sturluson anda!
Kári
Bloggar | 4.3.2010 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sunnudagskvöldið fórum við út að borða á Lækjarbrekku. Þar fengum við krakkarnir okkur góða íslenska kjötsúpu. Elín og Hrefna fengu sér skötusel.
Eftir það fórum við í leikhúsið á Oliver en fyrst fengum við að fara baksviðs og skoða sviðið sem var rosa gaman. Þegar við hörfðum á leikritið fengum við nammi!
Það var fullt af skemmtilegum lögum og fullt af góðum leikurum. Við mælum með því að þið farið og sjáið sýninguna.
Þetta var rosalega gaman og líka fjörugt!
Júlíana Lind
Bloggar | 4.3.2010 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sunnudaginn fórum við í Skautahöllina. Þetta var sleipasta og sléttasta svell sem ég hef farið á. Við þurftum að nota grindur til þess að ná að halda jafnvægi. Ef þið farið í Skautahöllina þá er þetta það sléttasta og sleipasta svell sem þið hafið farið á. Mér fannst þetta æði!
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 4.3.2010 | 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar