Í dag fórum ég, Kári, Þórey, Júlla, Rósa, Steini og Elísa að tína jurtir. Við kíktum fyrst í garðinn og sáum hvönn, kerfil og gleymérei við tókum eitt af hverju og settum í poka. Svo sá Steini kartöflugras sem við tókum upp og það voru sex kartöflur undir því og við settum þær í pokana okkar. Svo fórum við upp að lúpínugirðingu og við fundum til dæmis bláberjaling, krækiberjaling,blóðberg, brennisóley, hreindýramosa, gulmöðru,maríustakk, ljónslappa, klófífu og nikrur. Við tókum eitt af hverju og settum í pokana. Svo fórum við í skólann aftur og kíktum á þetta í smásjá og það var mjög fróðlegt, eitt leit meira að segja út eins og blómkál. Svo fórum við með kartöflurnar til hennar Hrefnu og hún sauð þær fyrir okkur. Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Kveðja Ásta Þorbjörg.
Júlla tók upp kartöflu sem við fundum í garðinum. Hér erum við komin upp í móa og fundum sef.
Hér erum við að skoða plönturnar í smástjá!
Bloggar | 15.9.2010 | 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er nýr kennari komin í skólann útaf fjölgun nemenda. Það er hún Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og er alltaf kölluð Rósa. Hún er ættuð frá Munaðarnesi, Pabbi hennar ólst þar upp.
Rósa ætlar að kenna okkur myndmennt, tónmennt, íslensku og fullt fleira.
Það verður örugglega mjög gaman að hafa hana Rósu hjá okkur í vetur.
Kv Júlíana Lind, Kári, Ásta Þorbjörg og Þórey.
Bloggar | 6.9.2010 | 13:25 (breytt kl. 13:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hausti eru mörg og skemmtileg verkefni til að leysa á einn eða annan hátt.
Að telja dollur er mjög gaman, maður flokkar plast, ál og gler í sundur og telur síðan fjöldan. Við fáum dollurnar af tjaldsvæðinu og frá fólki sem gefur okkur þær. Síðan eru þær sendar til Sorpu og unnar aftur. Ágóðinn rennur síðan í ferðasjóðinn okkar.
Einnig erum við að læra stærðfræði, lestur og/eða íslensku. Það er líka gaman að læra, þó að maður vildi kannski helst vera úti á fögrum haustdögum og ærslarst.
Og svo má ekki gleyma rabbabaranum góða, sem við tínum úr garðinum og hreinsum. Við náum aldrei að gera sultuna á sama degi því að það þarf að sjóða hana svo lengi, en það bíður betri tíma.
kv. Júlíana Lind, Kári og Þórey
Bloggar | 1.9.2010 | 14:39 (breytt kl. 14:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var skólinn okkar settur í 91. sinn. Við mættum með foreldrum okkar og tókum við stundaskránum okkar. Við fengum líka smá hressingu en svo byrjar skólinn á morgun. Það er gott að hafa sumar en það er líka gott að byrja aftur í skólanum og hitta vini sína á hverjum degi.
Hér erum við Ásta, Þórey og Kári með stundaskrárnar okkar. Á myndina vantar hana Júlíönu Lind en hún er í fermingarbúðum þessa viku en mætir hress að vanda á mánudaginn:)
Bloggar | 25.8.2010 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta verk okkar á þessu skólaári var að mála skúrinn sem stendur á skólalóðinni. Við byrjuðum á að mála hann hvítan og svo völdum við okkur eina mynd hvert af dýrum sem tilheyra Árneshreppi (ísbirnir hafa oft komið hér á land!).Við fengum okkur svo grillaðar pulsur í hádeginu og skoðuðum fyrsta eintak af glænýrri bók sem við erum að gefa út, Stærðfræði strandakrakka!
Við þökkum ykkur kærlega fyrir samfylgdina í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars. Sjáumst kát í haust,Júlíana Lind, Ásta Þorbjörg, Kári, Elín Agla, Elísa, Ingvar og Hrefna.
Bloggar | 18.5.2010 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ásta og Kári námu land í Árneshreppi í vetur, sem feðgarnir Eiríkur snara og Þór þruma. Hér getið þið lesið um þá feðga.
Feðgarnir Þór og Eiríkur voru að hlaða í skipið áður en þeir fara til Íslands. Þeir þurfa að taka öll dýrin með sér til Íslands. Þegar að þeir eru búnir að setja öll dýrin í skipið kallar Auður kona Eiríks
matur! Síðan þurfa þeir að kveðja vini sína. Þegar að rétta vindáttin kom þá lögðu þau af stað. Um nóttina skall á mikið óveður, þrumur og eldingar vöktu Þór, honum brá og varð hræddur. Hann vakti Eirík og Auði, hann sagði þeim að hann væri hræddur. Eiríkur og Auður hlupu út og Þór á eftir þeim. Skipið valt til og frá. Auður datt í sjóinn og endaði líf sitt. Þór ætlaði á eftir henni en Eiríkur dró hann aftur inn. Daginn eftir sást til lands og þetta var Ísland sem að þeir höfðu leitað að í 2 daga. Þeir námu land í Árnesi og eignuðust fljótt vini, til dæmis Urðarkött, Eirík Rauða, Leif Heppna og svo marga fleiri.
Eitt árið er hungursneið og þeir borðuðu ekkert nema hrafna kjöt, músa kjöt og tófu kjöt. Einn daginn rekur stórann hval í Reykjafirði. Leifur heppni kemur hlaupandi til Eiríks og Þórs og segir Eiríkur, Eiríkur það er hvalreki í Reykjafirði en Reykfirðingar eru komnir á staðinn og ætla að taka allt kjötið! Þá segjir Eiríkur Hvað ertu að segja! Er hvalreki í Reykjafirði? já! segjir Leifur. Eiríkur ákveður að berjast um kjötið og segjir Leifi og Þóri að safna liði. Eiríkur Rauði vill hjálpa þeim að ná hvalkjötinu og margir fleiri meðal annars Urðarköttur. Þeir drífa sig að finna til sverð, exir og skildi, þeir ráðast á Reykfirðinga og öskra Við eigum hvalinn!! Þetta er okkar hvalur!!! öskraði lið Eiríks. nei við eigum hann! öskruðu Reykfirðingarnir og síðan hófst hörkuslagur. Einn Reykfirðingurinn var næstum búinn að drepa Eirík Snöru en Urðarköttur kom og bjargaði honum. Slagurinn stóð yfir klukkustundum saman. Á endanum vann lið Eiríks og hann hélt veislu með öllum vinum sínum.
Ásta & Kári
Bloggar | 10.5.2010 | 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hverju ári höldum við vorskemmtun í samkomuhúsinu.
Þá koma allir sem geta úr sveitinni og ágóðinn rennur í ferðasjóðinn okkar.
Í ár fengum við sérstaka gesti í heimsókn til okkar í skólann til að hjálpa okkur með tónlistar- og leiklistaratriðin.
Það voru þau Birna frá Bæ (frábær) og Björn Kristjánsson. Þau eru bæði kennarar við Norðlingaskóla. Þau komu líka með Hjalta litla strákinn sinn.
Við vorum með sérstakt þema á hátíðinni, sem var hafið, og tengdust öll atriðin hafinu á einhvern hátt. Við sýndum leikritið um Selshaminn, fluttum öll eitt ljóð sem tengdist hafinu á meðan hin spiluðu undir, við skreyttum líka sviðið eins og haf og fjöru með rekaviði og fleiru.Það voru líka nokkur tónlistaratriði og allskonarhljóðfæri notuð, þar á meðal steinar!
Maturinn var líka alveg magnaður, í aðalrétt var kjúklingasalat og í eftirrétt voru marenssvnir með mascarpone ostafyllingu. Rosalega gott!
Mér fannst ótrúlega gaman að öllu saman og að allt hafi tekist mjög vel hjá okkur.
Kveðja,
Júlíana Lind
p.s. við setjum svo fleiri myndir inn í albúm.
Bloggar | 4.5.2010 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjössi og Birna komu með fullt af allskonar hljóðfærum sem var gaman að fá að sjá og prófa. Þeirra á meðal gormatrommu sem hljómaði eins og stormur, trommu sem bjó til hljóð eins og sjór í fjöruborði og margt fleira.
Ástu Þorbjörgu fannst sleðaflautan mest
spennandi, vegna þess að hún var bara venjuleg flauta en samt voru engin göt á henni. Nema eitt og það varð að passa sig á að halda ekki fyrir það. Hljóðið í henni var eins og þegar fólk dettur í teiknimyndum!
Ástu fannst æðislegt að fá Bjössa og Birnu í skólann og vonar að þau komi aftur.
Bloggar | 4.5.2010 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fórum öll saman í Hellisvík.
Þórey og Aníta komu líka með okkur.
Þar tókum við upp mynd af sjónum á vídeóvél og tókum upp hljóðið með hljóðupptökutæki.
Bjössi setti það svo saman og við sýndum þetta á skjávarpa í samkomuhúsinu.
Mér fannst gaman að búa til tónlist um hafið.
Kári
Bloggar | 3.5.2010 | 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður vorskemmtun Finnbogastaðaskóla í félagsheimilinu. Það verður matur, kaffi og skemmtiatriði. Miðaverð kr.2000 - til styrktar ferðasjóði skólans.Vonandi sjáumst við þá! Ásta, Kári & Júlíana
Bloggar | 21.4.2010 | 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar