Færsluflokkur: Bloggar
Kannski komumst við ekki í hið langþráða skólaferðalag! Við sitjum hérna með öndina í hálsinum og tuttugu fiðrildi í maganum og bíðum eftir að veðurguðirnir kveði upp sinn dóm...
Það er mikið í húfi, því við ætlum ekki að sitja auðum höndum í höfuðborginni. Við ætlum að fara á skauta (jibbí, örugglega sléttasta svell í heimi!), fara í leikhúsið að sjá Óliver Twist, fara í sjónvarpshúsið og horfa á Útsvar, rölta um miðbæinn og fara á hamborgarabúlluna!
Og margt fleira. Munið að horfa á Útsvar á föstudaginn -- vonandi verðum við þar!
Kveðja frá krökkunum með fiðrildin og öndina.
Bloggar | 25.2.2010 | 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Badda kom í skólann um daginn og var með ljóðatíma með okkur. Hún slökkti ljósið og sagði okkur að finna ljóðið innra með okkur, skrifa það sem okkur dytti í hug. Gjöriði svo vel!
Rétt og rangt
Ef ég lendi á villunnar vegum
hvað gerir það til!
Ég hífi mig bara aftur upp á réttan kjöl.
Stundum kemur bil milli þess sem er rétt og rangt.
Og stundum er erfitt að velja rétta fjöl,
í þessum eina og rétta kjöl.
Júlíana Lind.
Gugga hjólar
Gugga gónir
niður í skóla.
Ég vona að hún fari ekki að hjóla
niður í skóla
og athuga málið!
Kári.
Hundur út í Bæ
Hundur út í Bæ geltir voða hátt
allir heyra hátt en það var ekki smátt!
Karítas Gyða.
Sjónin
Lítil stelpa sér að bjarnarhúnninn kíkir.
Og annar kemur en þeir eru ekkert líkir.
Svo sér hún mömmuna góna.
Og síðan einhvern róna.
Þessi stelpa sér allt sem er að gerast.
Hún sér hvolp skerast.
Hún sér litla kisu ganga.
Og líka skrýtinn tanga.
Ásta Þorbjörg.
Bloggar | 25.2.2010 | 10:28 (breytt kl. 11:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ofsalega gaman hjá okkur á öskudaginn. Það voru þrír gestanemendur, svo það var hundrað prósent fjölgun nemenda! Allt var samkvæmt hefðum og venjum, að venju. Hrefna og Badda klæddu sig upp og héldu kústskaftinu í limbóinu, eins og þær hafa gert síðustu áratugi (kannski tuttugu ár!) Þið getið séð fleiri myndir í albúminu.
Á öskudaginn var ég Stjáni blái. Við fórum á alla bæina í Víkinni og sungum og fengum nammi.
Pabbi og Elín keyrðu okkur svo fórum við út í samkomuhús og slógum köttinn úr tunnunni. Ásta sló hann úr tunnunni. Við héldum öskudagspartý. Það komu flestir foreldrarnir og það var mjög gaman. Pabbi var kúreki, mamma var dreki, Þórey var prinsessa, Arney var Lína langsokkur og Guðni hundur.
Kári
Ég var skrímslabatmansdavíðsbrúður! Við fórum öll saman og sungum á öllum bæjunum í Víkinni og fengum nammi að launum.
Það var skemmtilegt á öskudaginn, en skemmtilegast var að dansa úti í samkomuhúsi og slá köttinn úr tunnunni. Ég náði að slá köttinn úr tunnunni!
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 25.2.2010 | 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við lögðum af stað klukkan 7:15 og komum til Hólmavíkur klukkan 9:00. Þá brunuðum við í skólann á Hólmavík og þar héldu mennirnir á varðskipi Landhelgisgæslunnar Tý fyrirlestur um starf gæslunnar t.d. um hvað þeir hafa gert undanfarin ár og hvað þeir ætla að gera í framtíðinni. Eftir það löbbuðum við með krökkunum í skólanum niður á bryggju. Þar skiptum við okkur í fjóra hópa og skoðuðum skipið. Það var ótrúlega flott. Kára og Júllu fannst fallbyssan langflottust en Ástu fannst skipið allt flott. Eftir það keyrðum við heim eftir æðislegan dag.
Takk fyrir okkur
Ásta, Kári og Júlíana
Myndir í myndaalbúmi!
Bloggar | 12.2.2010 | 22:08 (breytt kl. 22:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júpíter er stærsta reikistjarna sólkerfisins.
Hún er svo stór að hún gæti rúmað 1300 plánetur eins og jörðina. 16 tungl eru á sporbaug um Júpíter, og lofthjúpur hennar er afarþéttur, svo að andrúmsloftið verður fljótandi rétt við yfirborð plánetunnar. Júpíter er 5. reikistjarnan.
Mér finnst gaman að stjörnufræði og Júpíter er uppáhalds reikistjarnan mín. Hubble tók þessa mynd.
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 4.2.2010 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.janúar eignaðist ég litla systir.
Hún var skírð í Garðakirkju 23.janúar og systir hans pabba míns varð þrítug sama dag.
Skírnin var mjög fín, ég fékk að halda á litlu systir og segja prestinum nafnið. Hún heitir Arney. Þórey systir mín hélt á skírnarkertinu.
Ég var svolítið stressaður að halda á henni því ég hélt að presturinn myndi aldrei hætta að tala. Ég var orðinn þreyttur í höndunum, mér fannst þær vera að detta af, þegar ég loksins rétti mömmu Arneyju.
Kári klári
Bloggar | 4.2.2010 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er Evrópumótið í handbolta í hámarki og mikil spenna um allt land.
Það er alltaf mikil spenna á Melum þegar landsliðið er að keppa.
Þegar Badda kom í skólann í morgun (hún er að leysa matráðskonuna af) var hún ósofin. Við spurðum hana hvers vegna og fleiri spurningar um handboltann.
Júlíana: Hvað finnst þér um Evrópumótið?
Badda: Mér finnst það frábært og skemmtilegt að það er haldið á þessum tíma.
Ásta: Hverjir eru uppáhaldsleikmenn ykkar Björns?
Badda: Ingimundur, Sverre,Ólafur og Róbert. En heildin er frábær.
Júlla: Hafið þið horft á alla leikina?
Badda: Auðvitað!
Ásta: Hvað haldið þið að Ísland komist langt?
Badda: Við vonum að Ísland komist í úrslit. En silfur er raunhæft fyrir silfurdrengina.
Ásta & Júlla: Hversu mikil er spennan á Melum þegar strákarnir spila?
Badda: Svo mikil að við sváfum eiginlega ekkert í nótt! Við höfðum svo miklar áhyggjur af leiknum í dag. Björn verður líka að fara í sturtu eftir hvern leik, því það er eins og hann spili sjálfur í leiknum, svo spenntur er hann.
Ásta: Hvernig líst ykkur á leikinn í dag gegn Rússum?
Badda: Okkur líst ágætlega á hann og vonum að við vinnum!
Við erum líka mjög spenntar fyrir leiknum í dag! Uppáhaldsleikmaður Júlíönu er Björgvin markmaður og hún spáir að Ísland fái gullið. Uppáhaldsleikmaður Ástu er Róbert og hún spáir strákunum silfrinu.
Bloggar | 26.1.2010 | 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fengum góðan gest í skólann til okkar í morgun, Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamann og rithöfund. Við höfðum heyrt að hún hefði ferðast ótrúlega víða. Það er svo sannarlega rétt og eftir viðtalið sagði Ásta einfaldlega: Við ættum að ráða hana sem landafræðikennara hérna í skólanum!
Í hvaða landi varstu síðast? Sýrlandi.
Hvað hefurðu komið til margra landa? Þau eru 95 eða 96.
Til hvaða lands hefurðu komið oftast? Sýrlands eða Jemen.
Hvað áttu mörg börn? Fjögur. Þau heita Kolbrá, Hrafn, Illugi og Elísabet.
Hefurðu komið til Kína? Já, aðeins. En er svo stórt og ég hef ekki ferðast mikið þar.
Hvenær byrjaðirðu sem blaðamaður? Þegar ég var 18 ára, svo nú hef ég skrifað í blöð í rúmlega 50 ár.
Hvað hefurðu skrifað margar bækur? Ellefu.
Og geturðu nefnt nokkra titla? Ást á rauðu ljósi, Dulmál Dódófuglsins og Arabíukonur.
Hvenær komstu fyrst í Árneshrepp? Árið 1972.
Hvað er skrýtnasta dýr sem þú hefur séð? Broddgöltur.
En flottasta dýrið? Sebrahestur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að borða músarkjöt.
Hefurðu hitt Móður Theresu? Já, ég hitti hana í Írak fyrir 15 árum.
Hver er skrýtnasti matur sem þú hefur smakkað? Kolkrabbi.
Bloggar | 22.1.2010 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ronja ræningjadóttir hefur fengið flest atkvæði í skoðanakönnun okkar um skemmtilegustu skáldsagnapersónuna. Júlíana greiddi Ronju atkvæði sitt en Ástu finnst Harry Potter skemmtilegastur, enda er hann alltaf að lenda í ævintýrum.
Allar persónurnar í skoðanakönnun okkar eru duglegar að lenda í ævintýrum. Lína Langsokkur og Tarzan eru núna með jafn mörg atkvæði og verður gaman að sjá hvort þeirra sigrar í þeirri glímu.
Við hvetjum lesendur til að greiða atkvæði í þessum spennandi og skemmtilegu kosningum, hérna hægra megin á síðunni!
Bloggar | 22.1.2010 | 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ásta, Júlla og Kári halda tombólu við Kört:
Bloggar | 22.1.2010 | 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 3354
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar