Færsluflokkur: Bloggar

Guðni í pössun

 

þetta er Guðni hundurinn þeirra Kára,     Guðni

Þóreyjar, Elísu og Ingvars.

Hann er í pössun hjá Hrefnu og Valgeiri.

Okkur finnst hann Guðni alveg rosalega mikið krútt.

Guðna líður vel hjá Hrefnu og Valgeiri en hann saknar fjölskyldunnar.  Crying

Ásta Þorbjörg


Chocolate from Switzerland

Dear Roland. Thank  you so much for the chocolate!Súkkulaði & bananar.

It  tasted wonderfully. It was very kind of you to send us the chocolate.

Kári, the boy in our school,had a little cute sister on the 15. of january. The wether has been very good but a little cold.Say hello to the kids in your school from us.

Best wishes, Heart

Júlíana Lind, Ásta Þorbjörg  and Kári.

Steingeit eins og Hrefna amma

StrandastelpaEins og við sögðum ykkur frá í síðustu viku þá var Elísa Ösp að fara suður til að eiga barnið og við höfðum lofað að láta ykkur vita ef eitthvað gerðist. Og nú, er barnið fætt og það er stelpa. Jibbí! Hún fæddist föstudaginn 15. janúar. Hún er því steingeit eins og Hrefna amma!Litla strandastelpan er 49 sentimetrar á lengd og 14 merkur.Systkini af StröndumHún er með blá augu, og Hrefna segir að hún sé lík Elísu Ösp, en hún hefur bara séð hana á mynd.Við hlökkum rosalega mikið til að hitta hana og óskum Elísu Ösp og fjölskyldu til hamingju.

Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg.


Aldrei að gefast upp!

Skák er skemmtilegMaður á alltaf að fylgjast mjög vel með því sem andstæðingurinn gerir! Þetta er lærdómur dagsins í skákinni.

Riddarar og biskupar vilja fara snemma á fætur, og það er ekki gott að leika eintómum peðum í byrjun. Þetta var líka lærdómur dagsins.

Svo á maður aldrei að gefast upp, jafnvel þótt maður tapi óvart drottningunni. Og síðast en ekki síst: Skák er skemmtileg.

Myndin: Júlíana og Ásta tefldu magnaða skák sem lauk með jafntefli eftir miklar, mjög miklar, sviptingar!


Kosið um skemmtilegustu persónuna!

TinniHver er nú skemmtilegasta sögupersónan sem þið hafið lesið um? Við gerum nú skoðanakönnun meðal lesenda síðunnar.

Frambjóðendur í þessum kosningum eru Bert, Emil og Skundi, Galdrastelpurnar, Harry Potter, Lína Langsokkur, Ronja ræningjadóttir, Salómon svarti, Tarzan og Tinni.

Endilega takið þátt og kjósið í dálkinum til hægri!


Skautadrottningar í Trékyllisvík

SkautadrottningarÞað var nú aldeilis líf og fjör á svellinu fyrir neðan skólann í gær.

Ásta, Júlíana, Aníta og Palla eru sannkallaðar skautadrottningar sem svifu um svellið í góða veðrinu.

Þetta var fyrsta skiptið hennar Anítu á skautum og henni fannst mjög gaman.


Spakmæli vikunnar

VinirEigirðu vin máttu auðugan þig telja. 

Júlíana valdi spakmæli vikunnar úr bókinni Vel mælt, sem Sigurbjörn Einarson tók saman. Júlíana segir:

"Ég valdi þennan málshátt af því mér finnst vináttan vera það dýrmætasta sem til er. Hvað finnst ykkur?"


Baka,baka svo að úr því verði... kökur

 

Júlíana, Ásta og Kári voru að baka súkkulaðiköku fyrir félagsvist og

ætluðu að hafa uppskriftina tvöfalda.                            

kakaHér er hún einföld:

150g smjör

60g suðusúkkulaði

2 egg

1,1/2 dl sykur

2dl hveiti

1msk kakó

1/2tsk lyftiduft

1/2tsk salt

3dl saxaðar hnetukjarnar En þau áttu bara 100g smjör,eitt egg og einn dl af hveiti.

Hvað þurftu þau að fá mikið af smjöri, eggjum og hveiti lánað hjá Elínu?

Gangi ykkur vel,

         Ásta & Júlíana

 

17 ár síðan síðast!

Hvað  haldið þið að það sé langt síðan að það fæddist strákur í Árneshreppi?Strákur

Það er nefnileg ótrúlega langt síðan síðast. Það eru heil 17 ár frá því að það fæddist strákur í Árneshreppi og sá strákur er Númi Fjalar í Árnesi 2. Núna er hann á öðru ári í framhaldsskóla.Númi Fjalar er fyndinn og skemmtilegur strákur.                                                     

Kannski verðum við svo heppin að fá strák á næstunni, en ef að það verður stelpa verðum við líka ofsalega glöð.

Kveðja, Júlíana Lind. 


Dropi fyrir dropa

Ásta og dropiÍ fyrradag fór ég til Hólmavíkur út af því að ég þurfti að fara til læknis til að láta mæla í mér blóðið.

Ég var dálítið hrædd fyrst en svo var allt í lagi því að Anna hjúkka hjálpaði mér. Þau stungu mig í puttann til að ná í blóð. Mér varð dálítið illt í puttanum eftir að þau stungu í puttann á mér.

Svo fækk ég bangsa í verðlaun. Hann heitir Dropi út af því að ég fékk hann fyrir einn blóðdropa. Þannig að, Dropi fyrir dropa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband