Færsluflokkur: Bloggar
Ef ég fengi óskir mínar uppfylltar myndi ég óska mér að það væri ekki til stríð því það deyja svo margir í stríðum. Ég óska mér líka að allir væru heilbrigðir því þá liði öllum vel.
Svo vildi ég fá fleiri börn í sveitina til að leika við. Það væri líka óskandi að leiksvæðið heima væri stærra og líka meira gras heima af því það er ekki svo mikið af því. Ég óska þess að það sé ekki til tóbak því það er svo heilsuspillandi og að það væri minni mengun í heiminum.
Ég vildi líka að það væru fleiri villt dýr á Íslandi og fleiri tré.
Bloggar | 9.10.2007 | 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef ég ætti þrjár óskir, myndi ég óska mér:
1. Að Númi bróðir væri ekki handleggsbrotinn.
2. Að enginn myndi deyja ungur.
3. Að enginn myndi deyja í bílslysi.
Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir, 2. bekk, Finnbogastaðaskóla.
Bloggar | 9.10.2007 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ, ég heiti Júlíana Lind og er Guðlaugsdóttir og er í 5. bekk í Finnbogastaðaskóla. Ég er 10 ára gömul, fædd 17. mars 1997 í Reykjavík. Ég bjó fyrstu 6 árin mín í Kópavogi en flutti hingað norður á Strandir í maí 2003.
Þegar við fluttum hingað bjó ég fyrst í gula húsinu hans Þórólfs og það fannst mér æðislegur tími því það voru svo oft krakkar á tjaldstæðinu sem ég gat leikið við en þeir stoppuðu ekki lengi.
Þetta sumar kynntist ég líka bestu vinkonum mínum, þeim Ástu Þorbjörgu og Unni Sólveigu.
Mér finnst alltaf gaman í sveitinni, það er yfirleitt nóg að gera eins og saumaklúbbar á veturna, spilavist, bingó, smalamennska, réttir og bara ýmislegt. Mér finnst líka æðislega gaman að bauka með pabba úti í skúr á veturna. Meðan hann er að laga eitthvað, þá er ég í búinu mínu sem ég er með í fiskhúsinu.
Við mamma fíflumst stundum saman upp í rúmi við að kitla hvor aðra og það er ótrúlega gaman þegar ég næ að kitla hana en það er ekki oft sem ég næ því, því hún er aaaðeins sterkari en ég.
Mér finnst líka mjög gaman að fara til ömmu og afa og leika við Lappa sem er hvolpurinn hans afa svo er líka voða gott að stelast upp í eldhús til ömmu og kíkja inn í búr því þar er alltaf eitthvað gott að finna.
Hér er bara mjög gott að búa og ég vona að við verðum hér áfram!
Bloggar | 9.10.2007 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðtal við Anítu Mjöll og Pálínu 4. október 2007
Í morgun gengum við upp í Bæ til að taka viðtal við yngsta íbúa Árneshrepps. Hún heitir Aníta Mjöll Gunnarsdóttir Dalkvist. Við fengum mömmu hennar Pálínu Hjaltadóttur til að segja okkur svolítið frá Anítu og töluðum líka við Guggu ömmu Anítu.
Okkur langaði að taka viðtal við Anítu af því að hún er yngst og sætust og svo er hún næsti nemandi Finnbogastaðaskóla. Hún kemur í skólann eftir 5 ár og þá verður Ásta komin í 7. bekk en Júlíana farin í 10. bekk en við erum ekki að spá í það núna. Ásta, Júlíana og Aníta eru frænkur og vinkonur.
Við byrjuðum á að spyrja Pöllu hvenær Aníta litla fæddist. Hún fæddist 12. ágúst árið 2006 og er því rúmlega eins árs. Við spurðum líka hvað Anítu finnst skemmtilegast að gera og það kom í ljós að uppáhaldið hennar Anítu litlu er að sitja úti í glugga og horfa út. Við tókum líka eftir að henni finnst gaman að skríða og er að æfa sig heilmikið í að ganga.
Það sem henni þykir leiðinlegast að gera er að tannbursta sig enda er hún bara eins árs og skilur kannski ekki alveg afhverju hún þarf að gera það.
Uppáhaldsleikurinn hennar Anítu er feluleikur og uppáhaldsmaturinn eru vínber. Við spurðum líka hver væri uppáhalds frændi hennar og það er hann Steini og uppáhalds frænkurnar eru Unnur og Vilborg.
Þegar við vorum að tala við Pöllu kom Gugga inn í stofu og spurði hvort við hefðum heyrt drunurnar í fjallinu. Við heyrðum ekkert enda mjög niðursokknar í viðtalið. Það var nú bara skriða í Finnbogastaðafjalli og við sáum kindurnar taka á harðasprett í túninu.
Að lokum spurðum við Pöllu hvort hún vildi segja okkur eitthvað fleira um Anítu og hún sagði að Aníta sé alltaf mjög kát og í miklu stuði. Við höfum líka tekið eftir því sjálfar og svo líka að hún kann núna að segja mamma og pabbi. Okkur finnst Aníta langsætust í öllum heiminum og þökkum fyrir viðtalið. Við þökkum líka Guggu sérstaklega fyrir það sem hún gaf okkur á leiðinni út en við förum ekki nánar út í þá sálma hér. Sérstaklega ekki þar sem Hrefna gæti lesið þetta.
Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg undirbjuggu spurningarnar og tóku viðtalið.
Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar í Gestabókinni!
Bloggar | 5.10.2007 | 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hátíðisdagur Finnbogastaðaskóla er miðvikudagurinn 3. október, því nú hefur heimasíða Finnbogastaðaskóla verið opnuð.
Finnbogastaðaskóli er í Árneshreppi á Ströndum og er líklega minnsta menntastofnun á Íslandi, með tvo nemendur sem heita Júlíana og Ásta Þorbjörg.
Hér á heimasíðunni ætlum við að segja fréttir úr skólastarfinu og sveitinni okkar.
Bloggar | 3.10.2007 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 3430
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar