Við fórum í vettvangsferð til Jóns Björns og hann sýndi okkur veðurathugunarstöðina. Við sáum trekt sem mælir úrkomu. Þar var líka hvítt hús líkt fuglahúsi en þar inni voru mælar sem mæla hitastigið. Það er margt sem fylgir veðurathugunum. Við sáum bók með fullt af mismunandi skýjum sem var gaman að fletta. Jón Björn sýndi okkur líka bókina sem hann skráir veðrið í. Hann sýndi okkur vindmælinn sem er á þakinu og er tengdur við mæla sem eru inni hjá honum. Við sáum líka langa mælistöng sem mælir snjódýpt. Það þarf að athuga mælana mörgum sinnum á dag og senda upplýsingarnar svo á veðurstofuna. Þetta var skemmtileg og fróðleg ferð og ekki skemmir fyrir að við fengum konfekt áður en við fórum heim!
Kári
Bloggar | 11.11.2010 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyptum okkur nýjar skólapeysur um daginn með nöfnunum okkar og slóðinni á heimasíðuna okkar. Arnar frændi okkar allra vinnur í peysugerðinni og reddaði okkur góðu tilboði. Við erum mjög ánægð með nýju peysurnar okkar!
Hér erum við í flottu skólapeysunum okkar!
Kári
Bloggar | 11.11.2010 | 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netkosningin sem sagt var frá hér áður stendur til 12. nóvember.
Í yngri flokknum erum við nr.5 og það er skráð á Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttir.
Og í eldri flokknum erum við nr.2. og það er skráð á Júlíönu Lind Guðlaugsdóttir.
Og linkurinn inn á kosningarsvæðið er http://www.66north.is/um-66nordur/frettir/nr/600/
Vonumst til að vinir og vandamenn skoði myndböndin okkar........og kjósi okkur.
Ásta Þorbjörg, Júlíana Lind, Kári og Þórey.
Bloggar | 8.11.2010 | 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum að taka þátt í myndbandakeppni 66°norður og sony center, þar sem þemað var óveður. Við gerðum tvö myndbönd eitt sem fór í flokkinn 1.-7. bekkur, þar sem myndbandið Veðurfréttastofan Veður og Vindar er skráð á Ástu Þorbjörgu Ingólfsdóttur og svo eitt myndband sem fór í flokkinn 8.-10. bekkur, þar sem að myndbandið Óveður í tvær aldir er skráð á Júlíönu Lind Guðlaugsdóttur. Netkosning mun fara fram á síðu 66°Norður http://www.66north.is/myndbandakeppni-grunnskolanna/ dagana 3-7. nóvember og hvetjum við alla vini og vandamenn að kíkja á myndböndin okkar og styðja okkur með því að kjósa okkur í netkosningunni.
Kveðja Ásta Þorbjörg, Júlíana Lind, Kári og Þórey
Bloggar | 1.11.2010 | 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í haust hefur okkur tvisvar verið boðið í heimsókn, fyrst fórum við til Hólmavíkur að sjá leiksýninguna Prumpuhóllinn. Þetta var mjög gaman og við skemmtum okkur vel við þökkum gott boð. Í sömu ferð var okkur boðið á fund sveitarstjóra strandabyggðar. Okkur var boðið að skoða endurvinnslukassana og hvernig þau flokka ruslið. Þar fengum við líka gott að borða og segja okkar hugmyndir um endurbætur á tjaldsvæðinu.
Seinni ferðin sem við fórum í var á Drangsnes. Skólinn þar bauð okkur á kvöldvöku og í pítsupartý. Við fórum í limbó, fataleik og stoppdans. Einnig voru sýnd atriði frá báðum skólunum. Krakkarnir seldu nammi fyrir ferðasjóðinn sinn. Okkur fannst þetta æðislega gaman! Takk fyrir okkur og við vonumst til að geta boðið þeim sem fyrst í heimsókn til okkar.
Kveðja Ásta Þorbjörg, Júlíana Lind, Kári og Þórey.
Bloggar | 18.10.2010 | 13:34 (breytt kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gærkvöldi var nú heldur betur líf og fjör í samkomuhúsinu. Við krakkarnir vorum að halda félagsvist og það var mjög gaman. Það var góð mæting og allir dúndrandi hressir!!! Foreldrar bökuðu fyrir okkur kökur og við að sjálfsögðu líka sem voru nú ekki af verri endanum. Þorsteinn Guðmundsson vann í karlaflokki og Margrét Jónsdóttir í kvennaflokki. Ágóðinn af félagsvistinni fer í ferðasjóðinn okkar.
Við þökkum öllum fyrir mjög gott kvöld.
Kv Júlíana Lind, Ásta Þorbjörg, Þórey og Kári.
Við að selja spilaspjöldin
Fólkið að spila
Og kökurnar maður minn...
Og vinningshafarnir Maddý og Steini
Bloggar | 14.10.2010 | 09:41 (breytt kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spakmælið að í þessari viku er að mati Þóreyjar mjög gaggandi flott!!!
Hamingjan er eins og hænan, hún verpir öðru egginu þar sem hið fyrra liggur. Eftir Friedrich Hebbel.
kv Þórey og Júlíana Lind.
Bloggar | 4.10.2010 | 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í skólanum
Elísa, Eðlisfræðikennari: ,, Jæja Kári, geturu útskýrt hvað eldur er?"
Kári: ,, Er þetta brennandi spurning?"
Rósa, Sögukennarinn: ,, Kári, þú virðist ekki einu sinni vita að það var Leifur heppni sem fann Ameríku."
Kári: ,, Ég vissi ekki einu sinni að hún hefði verið týnd."
Ingvar, pabbi: ,, Kári, sýndiru Rósu kennara ritgerðina þína?"
Kári: ,, Ansans, þarf maður að gera það ?"
Kári
Bloggar | 4.10.2010 | 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HAUST
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 4.10.2010 | 13:52 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég smala og smala. Mig langar að það verði sól. Ég dreg kindurnar og líka Dimmu kindina mína. Svo fáum við nesti.
Þórey
Bloggar | 29.9.2010 | 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar