Jólaandinn kominn

Jæja... jólaandinn er kominn í skólann okkar. Við erum byrjuð að syngja jólalög og okkur langar til þess að jólin fari að láta sjá sig. Við vorum orðin svo spennt að við ákváðum að setja upp seríuna í tréð sem að Óðinn, Steinunn, Jónatan og Brynjar Ingi gáfu okkur í fyrra. Að vísu er þetta ekki alveg eins og í fyrra en þetta ætti að duga til þess að létta okkur lund. 

Kveðja Ásta og Kári

25.11.2013 10925.11.2013 108

Nemendur í skólaheimsókn

21_11_2013_122.jpg

Alla síðustu viku voru gestir hjá okkur frá Drangsnesi. Þau komu til okkar á mánudaginn og fóru beint í skólastarf með okkur. Næstu þrjá daga voru smiðjur þar sem við eldri krakkarnir lærðum spænsku hjá Önnu kennara og smíðuðum okkur skartgrip í smiðju hjá Óla gullsmið. Krakkarnir bjuggu heima hjá okkur þennan tíma, tvær stelpur Kalla og Karen hjá Ástu og Andri og Hilmar hjá Kára. Andri átti meira að segja 12 ára afmæli á þriðjudaginn svo við héldum smá veislu fyrir hann hérna í skólanum. Þetta var alveg frábær tími og við skemmtum okkur konungleg á kvöldin við að spila spil, spjalla, leika okkur í tölvunni og horfa á bíómyndir. Takk fyrir komunaLoL

Kveðja Kári

21_11_2013_131.jpg21_11_2013_123.jpg

21_11_2013_155.jpg 


Forskólanemandinn Magnea Fönn

Þessa viku er hún Magnea Fönn búin að vera hjá okkur í skólanum. Hún ætlar svo að koma aftur og vera aðra viku þegar vorar. Það er búið að vera mjög gaman að hafa hana hérna hjá okkur því hún er svo jákvæð og dugleg.

4.11.2013 060


Birkimelsskóli í heimsókn

Við fengum góða gesti í heimsókn á þriðjudaginn en þá kom Birkimelsskóli í heimsókn til okkar. Þau voru á ferðalagi um Árneshrepp en þau ákváðu að koma hingað þegar Valgeir kennarinn þeirra sýndi þeim myndband um hreppinn. Það var virkilega gaman að fá þau til okkar og alltaf gaman að hitta og aðra skóla sem eru svona fámennir eins og við.

4.11.2013 001


Kakó og kósý í Hellisvík

Í dag fórum við í skemmtilega gönguferð í Hellisvík. Við fórum með kakó og mjólkurkex í poka og fengum okkur svo að borða í gamla búinu. Við skemmtum okkur konunglega og fórum t.d. í leikinn  1 2 3 4 5 Dimmalimm.

4.11.2013 050

4.11.2013 051

4.11.2013 056


Frábær félagsvist

Í vikunni héldum við fína félagsvist sem var vel sótt af fólkinu í sveitinni. Alma og Þórey voru í miðasölunni en Ásta, Kári og Aníta undirbjuggu kaffið. Við vorum öll búin að baka kökur sem við buðum upp á í hléinu. Aníta bakaði köku sem heitir Lísa í Undralandi, Alma gerði njónaklatta Mikka, Þórey gerði Sveppakökur og Ásta og Kári komu með fallega litrík og skemmtilega skreytt muffins. Einnig rötuðu ýmsar aðrar girnilegar veitingar á borðið. Fínir vinningar voru í boði fyrir sigurvegara kvöldsins eins og t.d. spil fyrir þá sem voru lægstir og þurfa að æfa sig meira og sleikjó fyrir þá sem sátu lengi við sama borð. En aðalvinninga kvöldsins bækurnar Jójó og Jarðnæði hlutu þau Anna í skólanum og Kitti á Melum.

Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu

31.10.2013 056

31.10.2013 060

31.10.2013 062

31.10.2013 059

31.10.2013 065

31.10.2013 066

31.10.2013 074


Félagsvist í kvöld,þriðjudag 29. okt.!!!

Í kvöld kl.20:00 verður félagsvist í Félagsheimilinu okkar.Spjaldið er á 800 kr á manninn og kaffiveitingar verða í boði.Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur.Wink

Fjórðungsþing um helgina

Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið um helgina í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Við settum miða á borðin í félagsheimilinu með kveðju til fólksins á þinginu. "Verið velkomin í sveitina okkar kæru vinir! Kær kveðja nemendur í Finnbogastaðaskóla." stóð á miðunum. Við fengum miðana til baka eftir þingið með góðum kveðjum frá gestum þingsins. Þau gáfu okkur bók, fána og bæklinga. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna í sveitina okkar! Kveðja Ásta Þorbjörg, Kári og Þórey.

 

15.10.2013 010


Við tökum upp kartöflur

Þriðjudaginn 24 sept. tókum við upp kartöflur. Við tíndum fulla skál af kartöflum úr garðinum við skólann. Samt tókum við bara úr einu litlu horni svo það er mikið af kartöflum eftir sem við tínum á næstu dögum.  Þá kemur örugglega miklu meira sem við getum borðað í vetur. Það er gott að eiga sínar eigin kartöflur út í garði. Kveðja Þórey24.09.2013 019

24.09.2013 017


Súkkulaðimaðurinn Roland

Daginn 23 sept.24.09.2013 015 mánudag kom maður að nafni Roland í heimsókn í skólann okkar. Við krakkarnir vorum í frímínútum en hlupum öll að bílnum hans þegar hann kom. Aníta spurði sem snöggvast hver þetta væri og Ásta svaraði henni: ,,Þetta er  súkkulaðikallinn". Þá spurði Roland hvað hún væri að segja? Þá svaraði Ásta á ensku: ,,Hún þekkir þig bara sem kallinn með súkkulaðið góða". Þá svaraði Roland: ,,Ég hef smá í bílnum" og gaf okkur öllum eitt súkkulaðistykki á mann. Hann gaf líka Elísu kennara box með nokkrum súkkulaðistykkjum. Hann er ljósmyndari og kom með myndir sem hann hafði breytt í póstkort.  Hann kom inn í kaffi og hann kemur árlega með súkkulaði og um páskana hefu  hann komið með súkkulaðikanínur og páskaegg. En að lokum þurfti hann að fara því allar heimsóknir enda einhverntímann og að lokum var  enn einn skóladagurinn búinn.

höf: Alma Sóley 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband