Skonsur, eggjasalat og skyr

Í dag bjuggum við til skonsur, eggjasalat og skyr og borðuðum það í hádeginu. 

9.9.13 052

Kveðja Ásta og Kári Smile

9.9.13 0519.9.13 050


Flotti kastalinn okkar!

Í dag vorum við svo heppin að það kom nýtt leiktæki á leikvöllinn okkar. Tvö kefli voru sett saman og úr því varð lítill kastali. Úr neðra keflinu söguðum við gat og þá var komið lítið hús og svo settum við stiga svo við kæmumst upp í efra keflið. Þetta er mjög skemmtilegt leiktæki því maður getur bæði klifrað og stokkið af því. Þar er líka hægt að halda leynifundi, skiptast á dóti, verið í skjóli fyrir vindinum og þegar það er snjór getum við notað það sem snjóhús. 

Alma Sóley, Aníta Mjöll og Þórey 

4.9.2013 0024.9.2013 005

 


Þetta er hún Alma Sóley

Hæ ég heiti Alma og ég var að flytja hingað í Trékyllisvík. Ég kom frá Hafnarfirði með stjúppabba mínum, mömmu minni og litla bróður mínum. Við vildum flytja hingað af því okkur langaði að breyta til. Ég er búin að eignast marga nýja vini og komast að því að ein af þeim er frænka mín. Það er mjög skemmtilegt í skólanum. Ég er með góða kennara og einn af þeim er mamma mín og einn er stjúppabbi minn sem kennir okkur íþróttir og smíði. Ég er ekki búin að vera mjög lengi hér en kom samt í sumar til að skoða sveitina og kíkja á húsið.

27.8.2013 034


Selurinn Snorri vill vera með í myndmennt


Selurinn Snorri var mjög forvitinn á föstudaginn þegar við fórum niður í fjöru með teikniblokkir og blýanta. Veðrið var yndislegt og við fundum ýmislegt áhugavert til að teikna. Verkefnið var að finna eitthvað hart, eitthvað mjúkt og eitthvað blautt til að teikna.27.8.2013 024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.8.2013 030

 Hér eru allir krakkarnir með nýja kennaranum sínum henni Önnu.


Skólasetning í dag

Í dag fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:30 verður skólasetning Finnbogastaðaskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Við bjóðum ykkur öll velkomin til starfa á þessu nýja skólaári og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Starfsfólk FinnbogastaðaskólaWink


Skólaslit Finnbogastaðaskóla

Í dag 17. maí verða skólaslit í Finnbogastaðaskóla. Við þökkum ykkur öllum samveruna í vetur og hittumst hress hérna á síðunni strax næsta haust.

Gleðilegt sumar!

islenski_faninn


Farfuglaskoðun í vorveðrinu

Eitt af því skemmtilegasta við vorið í Finnbogastaðaskóla eru allir farfuglarnir sem eru hér allt í kringum skólann. Þeir sungu svo fallega við gluggana í dag að við gátum ekki á okkur setið og drifum okkur út í farfuglaskoðun.
Við fórum í fjörugöngu í Trékyllisvík og gengum norður eftir fjörunni, við Árnes er mikið Kríuvarp á sumrin. Við reyndum að átta okkur á því hvaða fuglar væru komnir á varpstöðvarnar sínar og hvort enn vantaði einhverjar tegundir. Við hlustuðum líka eftir fuglasöng og gerðum okkar besta að tengja saman söng fuglanna og tegund. Ásta Þorbjörg var hér fremst meðal jafningja enda mjög vel að sér um allt sem snýr að fuglum.

Við sáum meðal annarra: Lóu, Spóa, Tjald, Sandlóur, Þresti, Maríuerlur, Stokkendur, Hettumáfa, Hvítmáfa, Silfurmáfa, Álftir, Sendlinga, Krumma, Æðarkollur og Blika.
Svo sáum við líka selina sem teygðu úr sér í sólinni og fullt af flugum.

IMG_0206IMG_0219IMG_0217IMG_0216IMG_0208
IMG_0212IMG_0198IMG_0197

Snjórinn og formfræði

Krakkarnir tóku sig til og æfðu tvívíð og þrívíð form í  fallegum snjónum. Þau hjálpuðust að við að skapa hjón í tvöfaldri raunstærð. Maðurinn var með bindi og hatt og konan var með sítt hár og ófrísk. Þau áttu myndarlegan sel sem var með skegg úr grýlukertum. Þetta var hin mesta skemmtun og sólin skein á okkur öll og yljaði okkur við verkið. Það er nú farið að styttast í sumarið ekki satt !

frúHerraFalleg útsýni yfir ÁrnesdalIMG_0183Selur

IMG_0190


Vorhátíð Finnbogastaðaskóla síðasta vetrardag!

2013-04-23 13.41.32[1]
Vorhátíðin okkar verður haldin hátíðleg á morgun síðasta vetrardag kl:18:00. Að venju munu nemendur skemmta gestum með leik og söng. Matseðillinn er sko ekki af verri endanum og munu frábærir réttir kitla bragðlaukana. Allir eru hjartanlega velkomnir að vera með okkur þegar við kveðjum veturinn og fögnum sumri.

Sérhljóðasúpan

Í dag bjuggum við til sérhljóðasúpu. Hún er mjög bragðgóð og við veiddum upp úr pottinum alla sérhljóðana. Þeir eru svo sniðugir og segja sig allir sjálfir. Prófið bara sjálf að segja þá: i, ó, é, y, ú, u, a, æ, ö, í, ý, o og á

17.04.2013 073 Hér sjáið þið súpuna í pottinum

17.04.2013 075 Þarna erum við að veiða upp sérhljóða

Kær kveðja

Jónatan, Þórey og Aníta


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband