Piparkökugerð

Á þarsíðasta föstudag gerðum við piparkökur. Á meðan sungu sumir piparkökusönginn. Eins og til dæmis Aníta Mjöll. Mánudaginn á eftir skreyttum við þær. Þá fengu Arney og Magnea að vera með okkur og allir skemmtu sér alveg hrikalega vel. Smá partur af piparkökunum var borðaður á miðvikudaginn. Þá var jólaföndur en Kári á víst að skrifa um það þannig að ég held mig við piparkökurnar. Svo við vorum að baka á föstudaginn og einnig að borða brenndu piparkökurnar og stelast í smá deig. Steinunn vissi samt alveg af því. En annars vorum við eiginlega ekkert annað að gera en að baka piparkökur og borða deig á föstudaginn en á mánudaginn vorum við að skreyta og ég, Kári og Brynjar blönduðum öllum litunum saman þannig að út kom gráblár litur. Rosa flottur. Svakalega spiparkokur.jpgkemmtilegir dagar með skemmtilegum krökkum. 

 

Kveðja Ásta 


Jólaföndur

Jólaföndur var haldið hér í skólanum þann 5. des það var góð mæting og fjör. Steinunn sýndi hvernig hægt er að gera jólakúlur, eins og sjást á myndinni hér fyrir neðan. Hrefna var með glæsilegt kökuhlaðborð og heitt súkkulaði. Allir skemmtu sér konunglega.

Kv. Kári Wink

 

2010-10-27 01.17.44


Jólakortagerð

í dag voru krakkarnir að búa til jólakort fyrir alla sem eru í skólanum til dæmis Elísu, Hrefnu og Steinunni. Það var frekar mikið að gera, til dæmis prentaði Kári út myndir af jólasveinunum og svo voru auðvitað glansmyndir og glimmer við hendina.

2010-10-31 22.12.22


Súpa, sögur og ljóð 16. nóvember

Við buðum fjölskyldum okkar í súpu í tilefni 16. nóvember og buðum þeim svo upp á sögur og ljóð í eftirrétt!

16_nov_2012_006.jpg16_nov_2012_001.jpg 


Dagur íslenskrar tungu, smásögur eldri deildar

mynd1

Tania Ég heiti Tania og er 14 ára. Ég er með stór brún augu og lítið nef. Ég er ættuð frá Indlandi og er s.s. svolítið brún og ég er með tinnusvart hár. Ég er oftast klædd í fallegar, þægilegar og ljósar gallabuxur og einhvern fallegan bol. En í fjölskylduboðum þá þarf ég að klæða mig í þjóðbúning Indlands og vera með einhvern rauðann punkt á enninu. Ég skil ekki ennþá hvað hann á að þýða. Ég er mjög skapmikil og reiðist þegar eitthver er að strýða mér. Ég bý samt ekki á Indlandi, ég bý reyndar í Doncaster á Englandi. Ég er alltaf með Ipodinn minn með mér hvert sem ég fer. Ég lifi fyrir Ipodinn minn. Ég á tvær bestu vinkonur. Þær heita Ishita og Ellie. Ishita er frá Kína en Ellie er bara frá Englandi. Reyndar ekki frá Doncaster, heldur frá Manchester. Þegar ég er mjög pirruð á litla bróður mínum þá verð ég alveg hrikalega reið. En þeir haga sér betur þegar mamma og pabbi eru heima. Það finnst mér mjög skrýtið. Strákarnir segja að þegar ég verði reið þá breytist ég í eitthvað dýr. En það sem mér finnst skrýtnast er að vinkonum mínum finnst það líka. Eins og ég breytist í grimmann hund. Þá þykist ég vera reið og spyr þær hvort að þær séu að líkja mér við eitthvern rakka og svo förum við bara allar að hlæja. Ég á tvo litla bræður, þrjá stóra bræður, tvær stóru systur og tvær litlu systur. Það er einum of mikið, ég veit en öll stóru systkini mín eru hálfsystkini mín og litlu bræður mínir eru ættleiddir. Þeir eru tvíburar og maður þekkir þá ekki í sundur. Og svo á mamma von á einu barni í viðbót.

 Ásta Þorbjörg

 

 Arnarunginn

mynd

Einu sinni voru Örn og Assa sem eignuðust bara eitt egg. Þau virtu eggið fyrir sér og hugsuðu einu sinni vorum við í svona litlu eggi. Örninn var mjög hjálpsamur þegar það var alveg að klekjast út. Þegar unginn er 10 vikna fór hann frá foreldrunum og lifði eiginn lífi. Hann stríddi oft veiðimönnum og lék sér. Dag einn lenti hann í neti og flæktist í því. Hann reyndi með öllum mætti að losa sig. En þá kom einhver mannvera. Hann hafði stóra byssu á bakinu og var með hníf í hendinni. Hann ætlaði að drepa Örninn. Þá kom Örn sem hann þekkti  það var faðir hans. Hann fældi veiðimanninn og losaði son sinn. Og síðan fóru þeir aftur í hreiðrið til mömmunnar. Yngri örninn settist að hjá foreldrunum og lifði góðu lífi.

 

Kári


Í tilefni 16. nóvember

Senn líður að degi íslenskrar tungu. Af því tilefni ákváðum við í yngri deild að semja um okkur ljóð.

Aníta er sæt og fín,

besta besta vinkona mín.

Hún bíður okkur heim til sín,

Magga hún er systir þín.

Jónatan er fyndinn strákur,

hann elskar samt ekki krákur.

Einn dag hann fór í fjöru,

en sá samt ekki tjöru.

Þórey Strandastelpa er,

mikill sjóræningi.

Oft á skipi sínu fer,

skipstjórinn slyngi.

Kær kveðja

Aníta Mjöll, Jónatan Árni og Þórey


Félagsvist í gær

8_11_2012_079.jpg

Kaffiveitingarnar maður lifandi 

 

Í gær héldum við félagsvist. Það var vel mætt enda langt síðan við höfum spilað. Í hléinu voru svo kaffiveitingar og þær voru sko alveg frábærar! Pálína og Björn voru sigurve8_11_2012_078.jpggarar kvöldsins og

 

 

fengu bækurnar Kona tígursins og Jesúsa.

 

 

                                                                                               Við að selja Maddý spilaspjald

8_11_2012_081.jpgDuglegu spilararnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 8_11_2012_088.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sigurvegararnir Pálina og Björn með bækurnar sínar!


Skólalífið í myndum

Hæ og hó nú ætlum við að sýna ykkur nokkrar myndir úr skólalífinu í Finnbogastaðaskóla sem við höfum tekið í haust!

8_11_2012_001.jpgVið skruppum á sílaveiðar

 

 

 

 

 

 

 

 

8_11_2012_008.jpgVið bjuggum til þrautabraut og þá komu þáttagerðamenn frá Stöð 2 og tóku við okkur viðtal. Það mun birtast í þættinum Um land allt einhvern næstu sunnudaga.

 

 

 

 

 

 

8_11_2012_055.jpgEldri nemendur fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Ásta og Kári sigruðu með glæsibrag í hágreiðslukeppninni!

 

 

 

 

 

 

 

8_11_2012_005.jpg

Yngri deild æfði og söng lagið um Krumma sem svaf í klettagjá. Arney var í heimsókn og fékk að syngja með þeim. 

 

 

 

 

 

 

Kær kveðja Aníta Mjöll, Jónatan Árni og Þórey

 


Vinasaga

Einu sinni fyrir langa löngu bjó álfur hjá álfatrénu og hann var að fara að gifta sig. Svo var álfastrákurinn að labba og hann fór út í skóg og sá mjög fallega álfastelpu og þau klifruðu upp á fjall þar sem gullið var. Svo fundu þau gullkistuna. Ofan í kistunni voru kristallar og demantar. Álfastelpan og álfastrákurinn giftust.

Endir

Aníta Mjöll


Reykir 15-19 okt

Við lögðum af stað klukkan 8:15 á mánudagsmorgni það var frost og mjög kalt.

Við komum á Reyki um klukkan 12:30. Við fórum og sáum herberginn okkar og svo fórum við í mat og þar var aspassúpa og nýbakað brauð. Svo fórum við í frjálsan tíma þar sem við máttum fara í herbergi eða vera í leiksalnum þangað til það var valið í hópa. Brynjar og Kári voru í hóp eitt og Ásta var í hóp tvö. Ásta fór í íþróttir og Kári og Brynjar fóru í náttúrufræði og í nátturufræði fannst rauðspretta sem heitir Valgerður Bieber. Um kvöldið héldu kennararnir sem voru að kenna í skólabúðunum kvöldvöku. Eftir kvöldvökuna fórum við í kvöldkaffi, fyrsta daginn var muffins, mjólk eða djús og kex. Daginn eftir fór hópur eitt í íþróttir, hópur tvö fór á Bygðarsafniðsafnið og hópur þrjú fór í stöðvaleik. Eftir hádegi fórum við í allskonar námsgreinar við bara munum ekki hvaða, eftir það fórum við að borða ávexti. Eftir ávextina fórum við í frjálsann tíma þangað til að það var kominn kvöldmatur. Eftir kvöldmat fórum við aftur í frjálsan tíma í hálftíma en svo fórum við á kvöldvöku það sem krakkarnir voru með atriði. Það kvöld var Ásta með glasaleik. Fyrsta atriðið var alveg hrikalega flott. Það var fimleikahópur stelpnanna í Flataskóla með dansatriði. Þær fóru í afturábak heljarstökk og flikk. Svo fórum við í kvöldkaffi.

 Daginn eftir fórum við aftur í tíma og svo í hádegismat, svo aftur í tíma og svo í frjálsann tíma. Eftir kvöldmat fórum við í frjálsann tíma í hálftíma og svo fórum við á kvöldvöku. Þá var Kári með galdrabragð. Daginn eftir fórum við í tíma svo í hádegismat og svo í frjálsann tíma þangað tilað það kom kvöldmatur. Eftir kvöldmat var hárgreiðslukeppni sem við tókum þátt í en þá keppa strákarnir um bestu hárgreiðsluna. Ásta greiddi Kára og þau unnu keppnina með glæsibrag. Eftir það var svo diskó! Eftir diskóið var kvöldkaffi. Næsta dag var kveðjustund og svo brottför og þannig var vikan okkar á Reykjum.

Kveðja: Eldri deild. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband