Það er sko alltaf mikið um að vera í okkar frábæra skóla. Í síðustu viku komu fréttamenn frá Stöð 2 og tóku viðtöl og myndir af okkur sem verða í þætti hjá þeim sem sýndur verður á næstunni. Það var mjög gaman að fá þá í heimsókn. Við vorum úti í garði að læra um hraða, vegalengdir og að mæla þegar þeir komu. Við voru líka búin að búa til þrautabraut fyrir hundana Fríðu og Max sem Brynjar Ingi og Jónatan Árni eiga.
Í morgun fóru svo stóru krakkarnir okkar þau Ásta, Brynjar og Kári í skólabúðir á Reykjaskóla og ætla að vera þar alla þessa viku og eiga örugglega eftir að skemmta sér vel þar. Þau segja ykkur nánar frá því þegar þau koma heim. En við sitjum ekki auðum höndum og buðum yngstu stelpunum þeim Arneyju og Magneu Fönn að koma í heimsókn til okkar að vinna svolítið leyniverkefni sem verður afhjúpað í lok desember hvað gæti það nú verið. En við látum nú samt eina mynd fylgja með!
Kær kveðja nemendur í yngri deild!
Bloggar | 15.10.2012 | 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Refurinn og krákan
Refurinn hælir hrafni mest,
hann kunni að syngja fugla best,
krummi trúði og kvað við dans,
komst svo rebbi að osti hans.
Heimskur er sá sem hugnast orðin hæðins manns.
(Einar Sigurðsson í Eydölum 1539-1626)
Kveðja Kári og Brynjar Karl
p.s. það þýðir ekkert að vera "kennarasleikja" í þessum skóla, því kennararnir eru ekki krákur
Bloggar | 2.10.2012 | 13:28 (breytt kl. 13:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og þið lásuð kannski um í vor þá settum við niður kartöflur í garðinn okkar áður en við hættum í skólanum. Í síðustu viku var svo komið að því að taka þær upp. Okkur gekk ágætlega að finna þær en við vorum ekki með neitt sérstaklega góð verkfæri svo við redduðum okkur bara og notuðum áhöld úr eldhúsinu. Uppskeran var mjög góð og nú eigum við kartöflur fram á haust í búrinu!
Bloggar | 19.9.2012 | 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 11.9.2012 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú erum við búin að vera í skólanum í nokkra daga. Okkur finnst mjög gaman í skólanum. Við erum búin að fara í stærðfræði, læra að skrifa upp og niður línur og orðið og. Við erum búin að mála. Klukkan er ellefu og við erum núna að læra á tölvu.
Hér er mynd af okkur að lesa bækur og önnur þar sem við erum í tölvutíma.
Takk í dag Aníta Mjöll, Jónatan Árni og Þórey
Bloggar | 30.8.2012 | 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú erum við byrjuð í skólanum okkar aftur. það er búið að vera mikið fjör og margt brallað. Við byrjuðum á verkefni sem heitir Trékyllisvík-Vestmannaeyjar og teiknuðum upp stórt kort á vegginn af Árneshreppi og Heimaey. Þar setjum við inn helstu staðreyndir um þessa tvo staði og reynum að finna hvað er líkt með þessum svæðum.
Kári að vinna við veggspjaldið okkar!
Yngri nemendur að prófa spil sem heitir Spretthlaup dýranna
Bloggar | 27.8.2012 | 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólasetning Finnbogastaðaskóla verður föstudaginn 24. ágúst klukkan 13:30. Við bjóðum nemendur velkomna til starfa á ný og vonum að allir hafi haft það gott í sumarleyfinu. Hefðbundið skólastarf hefst mánudaginn 27. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Fyrir hönd starfsfólks Finnbogastaðaskóla
Elísa Ösp Valgeirsdóttir
Bloggar | 19.8.2012 | 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og venja er í Finnbogastaðaskóla þá læra nemendur sund á vorin á sundnámsskeiði. Við höfum verið svo heppin að fá hana Fríðu Sigurðardóttur til okkar undanfarin ár. Sundið er alltaf tilhlökkunarefni enda sundlaugin okkar algerlega frábær!
Bloggar | 19.8.2012 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag 17. maí var lokadagur þessa skólaárs í Finnbogastaðaskóla. Við skólaslitin voru nemendur ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum og vinum. Gestir gerðu sér glaðan dag með því að fylgjast með nemendum taka við vitnisburði sínum og viðurkenningum ásamt því að skoða það sem nemendur hafa verið að vinna að í vetur. Góðar veitingar voru að venju í eldhúsinu enda dagur gleði og ánægju eftir vel unnin störf í vetur. Að skólaslitum loknum héldu nemendur svo glaðir og sælir út í sumarið en þó með nokkrum trega því þetta er síðasta skólaár Júlíönu Lindar og þökkum við henni innilega góða samveru og vonum að henni farnist vel í nýja skólanum sínum.
Með bestu sumarkveðjum
Bloggar | 18.5.2012 | 01:33 (breytt kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ákáðum að fara í alvöru náttúrufræði og skelltum okkur í það verkefni að setja kartöflur niður í garðinn. Við pöntuðum útsæði og áburð í kaupfélaginu og þegar það var komið til okkar byrjuðum við á því að stinga upp garðinn og hreinsa til. Svo gerðum við litlar holur og settum niður kartöflurnar ásamt svolitlum áburði. Við fengum líka rófufræ og settum þau niður í hluta af garðinum. Að lokum hreinsuðum við til í rabbabarabeðinu og svo er bara að bíða og sjá hvernig sumarið fer með garðinn okkar. Vonandi fáum við góða uppskeru!
Bloggar | 14.5.2012 | 11:30 (breytt kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 2943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar