Færsluflokkur: Bloggar

Kári fór óvænt suður í gærkvöldi!

Elísa fór suður með flugi á mánudaginn af því að hún er ólétt og senn líður að því að það bætist við einn íbúi í sveitina.

Elísa með bumbuna

Í gærkvöldi byrjaði eitthvað að gerast hjá Elísu!

Ingvar, kári og Þórey ruku af stað á bílnum um leið og þau fréttu það. Það var mjög gott að þau lögðu af stað strax og náðu í bæinn áður en barnið fæðist. Barnið er ekki alveg tilbúið að koma í heiminn strax, við þurfum víst að bíða aðeins lengur!

Nú er Elín Agla tekin við í skólanum sem er mjög gaman þó að það hafi líka verið mjög gaman að hafa Elísu sem kennara.

Við lofum að setja inn frétt um leið og við fréttum meira. En þangað til verðið þið lifa með spennunni!

  Við óskum Elísu og fjölskyldu góðs gengis,

 kær kveðja,

              Júlíana Lind


Kaffi Norðurfjörður býður okkur á Oliver Twist!

 Við fengum gjöf frá Kaffi NorðurfirðiKaffi Norðurfjörður

Norðurfjörður

Það var bréf og í því voru 21 þúsund krónur. Við ætlum í leikhús fyrir peninginn á leikritið Óliver Twist og það dugar líka fyrir nammi!

Takk fyrir okkur, Þetta er æðislegt og við þökkum Einari, Rakel og Gauta fyrir gjöfina.

Við erum að lesa Óliver Twist. oliver twist

Við hlökkum til að sjá leikritið!

Ásta Þorbjörg


Nýárskveðja

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamlaWizard Jæja nú er nýtt ár gengið í garð og það gamla sprungið í loft upp. Vonandi höfðu það allir gott í jólafríinu. Við höfðum það æðislega gott við sváfum út og borðuðum nammi.Verið endilega duglegri að skrifa í gestabókina við værum til í að heyra meira frá ykkur.                        

Júlíana Lind,

Ásta Þorbjörg

og

Kári                                  


Litlu jólin

Í dag héldum við litlu jólin hátiðleg og þau voru svo sannarlega hátíðleg. Við borðuðum saman hangikjöt og tilheyrandi og gæddum okkur svo á ís í eftirrétt. Sjálf hátíðahöldin hófust svo um hálf tvö en þá skemmtu nemendur gestum með söng og leik. Að því loknu fengum við þá Hurðaskelli og Gluggagægi í heimsókn. Þeir fóru á kostum og skemmtu bæði ungum sem öldnum en myndir segja meira en mörg orð svo hérna fylgja nokkrar.

 

18.des09 02418.des09 029

18.des09 03418.des09 036

 

18.des09 042

 


Við í fréttum RÚV um næstu helgi

Í gær fengum við frábæra gesti. Þeir Gísli Einarsson fréttamaður og Jóhann Jónsson tæknimaður komu í heimsókn og tóku við okkur viðtöl og mynduðu okkur þegar við vorum að undirbúa litlu jólin. Fréttin um okkur mun birtast í sjónvarpinu um helgina svo allir verða að fylgjast vel með. Ef þið missið af okkur í sjónvarpinu verður hægt að sjá fréttina á fréttvef RÚV.

 Hér sjáið þið nokkrar myndir frá því í gær

17.des09 106

17.des09 109

17.des09 110


Eldvarnir

Við fengum skemmtilega heimsókn á föstudaginn. Það var hann Einar slökkviliðsmaður sem að kom í skólann út af eldvarnarvikunni sem var að líða.Og fyrst að það eru að koma jól þá er eins gott að passa sig.Hann var svo góður að gefa okkur getraun,bækling og bókamerki.

Eru ekki allir með reykskynjara?

Með kærri eldvarnarkveðju Júlíana Lind.14.12.2009 012


Nýjar myndir frá jólaföndrinu

Við vorum að setja inn nýtt albúm frá jólaföndrinu okkar. Endilega kíkið á myndirnar um leið og þið svarið könnuninni og skrifið í gestabókinaSmile

Ný skoðanakönnun

Við vorum að velta því fyrir okkur hvað fólk borðar á jólunum.

Hjálpið okkur að komast að því með því að taka þátt.

Kveðja Júlíana Lind, Ásta Þorbjörg og Kári Halo


Tónlist fyrir alla

Við lögðum af stað kl: 8:00 sem sagt Júlíana Lind, Ásta, Kári, Ingvar og Guðlaugur. Ferðinni var heitið til Hólmavíkur á ,,Tónlist fyrir alla“. Það var í kirkjunni og það var alveg ágæt tónlist en bara mjög stutt. Eftir það fórum við í skólann og skoðuðum hann allan. Við fengum líka að prófa  hlóðfæri. Síðan fengum við okkur að borða í sjoppunni alveg geggjaða hamborgara. Við ætluðum að fara í sund en sundlaugin var lokuð. Svo fórum við heim eftir góðan dag.

Júlíana Lind,Kári og Ásta Þorbjörg.LoL

23.11.09 024

23.11.09 036

23.11.09 037


Fjöruundrið mikla

23.11.09 045Það var undarlegur fengur sem að rak á fjörurnar á Melum í gær. Gulli var að fara á snjómokstursvélinni fram í Árnes og sá eitthvað veltast um í fjöruborðinu. Þetta leit út eins og kaðalhönk en í bakaleiðinni ákvað Gulli að gá hvað það væri. Þá sá hann að þetta var HREINDÝRSHORN! Það var vafið inn í kaðalhönk og kom örugglega frá austurlandi eða frá jólasveininum því að þar eru hreindýr. Gulli lét Kristján hafa hornið því að það var í fjörunni hans. Júlíana Lind

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband