Færsluflokkur: Bloggar

Atvinnu- og menningarsýning

10 09 2009 050Við fórum til Hólmavíkur laugardaginn 29.ágúst. Við vorum með bás og sýndum skólann okkar. Þar hittum við Ólaf Ragnar og Dorrit sem komu og skoðuðu básinn okkar og tóku í hendina á okkur.

Ásta Þorbjörg


Enskutími

Við fengum góðan gest í heimsókn. Gesturinn heitir Carola. Hún kemur frá Englandi. Það var gaman að fá gest sem talar ensku því við erum að læra ensku.10 09 2009 083

                                                                                                                                             Kári

 


Kjötsúpa aldarinnar

 Eins og svo oft áður var matráðurinn okkar hún Hrefna að elda og í þetta sinn var það þessi yndislega kjötsúpa fyrir valinu. Það má segja að súpan hafi kittlað bragðlaukana.Uppskriftin er í rauninni mjög einföld,10 09 2009 086Þú þarft bara að sjóða vatn og salta og setja kjötið í. Næst þarftu að bæta rófum, gulrótum og kartöflum í. Einnig setur þú grjón og kál út í.

Júlíana Lind


Myndir frá skólasetningu Finnbogastaðaskóla

ágúst 09 058

ágúst 09 061


Vííí! Nýr íbúi

  

         Elín AglaEins og flest ykkar vita er Elín skólastjórinn okkar ófrísk, hún er komin 8 mánuði á leið eða 37 vikur. Það er stelpa og Hrafn og Elín kalla hana Vííí. Ég held að hún verði algjör ærslabelgur því að hún spriklar mjög mikið. Þegar hún fæðist þá verðum ég og Ásta örugglega að fara með hana út að ganga, passa hana, leika við hana sem verður mjög gaman.

                                                 Sjáumst eftir þrár vikur Vííí!                

                                                                                           Júlíana Lind               


Jibbíííí! Lömbin komin

 Jibbíííí!  Lömbin eru komin. 

6       á Finnbogastöðum,                                                            lömb

2 í Litlu-Ávík,

      2 á Melum og

1 Á  Steinstúni sem heitir Bylur.

Það er frábært! Ekkert hjá hinum.

                                                                                                                Ásta Þorbjörg


Vorhátíðin

Söngspírur og Aníta sem mæmaði með

Við efndum til Vorhátíðar í samkomuhúsinu síðasta fimmtudagskvöld.

Við undirbjuggum mikla veislu undir dyggri stjórn Hrefnu og æfðum skemmtiatriði.

Við vorum svo heppnar að Unnur Sólveig og Vilborg Guðbjörg eru í heimsókn hjá ömmu og fjölskyldu í Bæ og tóku þátt í öllu með okkur.

Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir, sem og öllum sem komu og skemmtu sér með okkur og auðvitað hinum sem komust ekki en sendu okkur kveðjur.

 

 

Iðnir kokkar

 

 

          Það var nóg að gera í eldhúsinu fyrir hátíðina. Við höfum aldrei séð svona mikið af paprikum samankomnum á einum stað. Edda og Hrefna sáu um pottréttinn góða enda þurftum við að æfa skemmtiatriðin!

 

 

Abbadísir

 

 

 Dansflokkurinn Abbadísirnar mættu galvaskar á sviðið og stemmning var ólýsanleg!

 

 

 

Sirkus

 

 

               Óvænt sirkusatriði!

  Við vissum ekki að fjölskyldurnar okkar ætluðu að vera með sirkusatriði en það kom skemmtilega á óvart.

Um leið skiptu þau um perur í sviðskösturunum svo við sæjumst nógu vel!

 

 

 

                           

 Spurningakeppnin

 

  Mömmur og pabbar kepptu í spurningakeppninni sem var æsispennandi og fyndin líka!

 Mömmurnar fóru með sigur af hólmi en allir fengu fínar medalíur.

 

 

kjaftakerlingar

 

       Júlíana og Unnur í hlutverkum sínum í hinu klassíska leikriti Saumaklúbburinn sem Jensína mamma Unnar og Vilborgar tók þátt í á sínum tíma í Finnbogastaðaskóla.

 

 

 

Allar kjaftakerlingarnar á einum stað

 

 

                Hér eru þær svo allar mættar og kjafta og smjaðra eins og þeim sé borgað fyrir það. Það er óhætt að segja að allir leikararnir hafi staðið sig frábærlega vel!

 

 

Jón Helgason (öðru nafni Júlíana Lind)

 

  (Júlíana Lind) Jón Helgason flutti kvæðið sitt, Á afmæli kattarins, af sinni alkunnu snilld.

Magnea Fönn fylgdist dolfallin með!

 

 

 

                  Takk fyrir frábært kvöld og gleðilega páska!

Að lokum eru hér nokkrar myndir af áhorfendum

Fólkið

Vorhátíð 004

 

 

 

 

 

 

 

Fólkið

 

 

 

 

 

 

 

Vilborg

Úlfar og miðasöludömur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FólkiðFólkið

 

 

 

 

 

 

                                                                  Fylgst með spurningakeppninni

 

 


Draumaspegillinn

 

Við lesum saman Harry Potter í lestrarstundunum okkar. Það er í algjöru uppáhaldi! Við vorum að hlusta á þegar Harry Potter sá fjölskylduna sína í draumaspeglinum. Við ímynduðum okkur að við gætum séð inn í framtíðina í okkar eigin draumaspegli þar sem okkar dýpstu þrár sjást.

Júlíana segir hér frá hvað birtist í hennar hugsskotssjónum:

 framtíðarvinnustaðurÉg lít í spegilinn og sé að ég er orðin fullorðin, ég held að ég sé um það bil 28 ára og með sítt brúnt hár. Ég er geimfari og vinn hjá NASA. Ég hef farið í 2 geimferðir. Ég er í geimbúningi  og er að leggja af stað í þriðju ferðina.

Ég hleyp inn í flaugina loka hurðinni. Maður sem situr í útsýnisturninum telur niður 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, af stað og ég og áhöfnin erum þotin upp!

 


Kökuafmælið

Afmælið mitt var haldið á mánudaginn 16. mars, ég á afmæli 17. mars.

Mamma bakaði fullt af kökum. Nammi, namm!

afmæliskjötsúpaTil dæmis gíraffaköku (enda er gíraffi uppáhalds dýrið mitt), dæmístertu, heitan rétt, rjómatertu og after eight, en after eightkaka er súkkulaðikaka með myntukremi og súkkulaðikremi ofan á því. Veislan var haldin eftir skóla og í hana komu margir gestir meðal annars Ásta, amma og afi, Aníta, pálína svo að einhverjir séu nefndir. Í afmælisgjöf fékk ég m.a. gíraffabol, Space chimps, Tinni í Ameríku, Mamma Mía geisladiskinn og Fíasól er flottust. Á myndinni er ég, Ásta, og Badda sem eldaði þessa góðu kjötsúpu fyrir mig í til efni dagsins. Takk fyrir það Badda!Kv, Júlíana Lind  

HREINDÝRALÍF eftir Ástu Þorbjörgu

Halló ég heiti Karl og ég er hreindýr. Ég er að leika mér með hinum hreindýrakálfunum. Ég á heima á Austurlandi, en ég er ættaður frá Finnmörku í Noregi. hreindýralífMamma heitir hreinkýr og pabbi hreintarfur. Mömmurnar geta bara orðið 30 – 40 kg en pabbarnir 80 – 100 kg. Bæði pabbarnir og mömmurnar eru með horn. Þegar við erum lítil eru hornin mjúk en þegar við stækkum harðna þau og detta að lokum af. Við erum jórturdýr með fjóra maga. Við erum jurtaætur og borðum fléttur, starir, grös, lyng, blómplöntur og sveppi. Á veturna kröfsum við upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega er fléttur og skófir. Feldurinn okkar er í tveimur lögum, þétt stutt undirhár og löng yfirhár. Hárin eru hol að innan, mjög þétt og einangra þess vegna vel. Feldurinn okkar er oftast dökkbrúnn á sumrin en ljósari á veturna. Við fljótum vel í vatni og hikum ekki við langa sundspretti yfir ár og vötn. Okkur líður mjög vel á Íslandi. HREINDÝRHreindýr eru góð,hreindýr eru fín,og ég tauta þetta ljóð,jafn feit og svín.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband