Færsluflokkur: Bloggar
Við fórum til Hólmavíkur laugardaginn 29.ágúst. Við vorum með bás og sýndum skólann okkar. Þar hittum við Ólaf Ragnar og Dorrit sem komu og skoðuðu básinn okkar og tóku í hendina á okkur.
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 10.9.2009 | 13:15 (breytt kl. 13:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fengum góðan gest í heimsókn. Gesturinn heitir Carola. Hún kemur frá Englandi. Það var gaman að fá gest sem talar ensku því við erum að læra ensku.
Bloggar | 10.9.2009 | 13:05 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og svo oft áður var matráðurinn okkar hún Hrefna að elda og í þetta sinn var það þessi yndislega kjötsúpa fyrir valinu. Það má segja að súpan hafi kittlað bragðlaukana.Uppskriftin er í rauninni mjög einföld,Þú þarft bara að sjóða vatn og salta og setja kjötið í. Næst þarftu að bæta rófum, gulrótum og kartöflum í. Einnig setur þú grjón og kál út í.
Júlíana Lind
Bloggar | 10.9.2009 | 12:55 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.8.2009 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flest ykkar vita er Elín skólastjórinn okkar ófrísk, hún er komin 8 mánuði á leið eða 37 vikur. Það er stelpa og Hrafn og Elín kalla hana Vííí. Ég held að hún verði algjör ærslabelgur því að hún spriklar mjög mikið. Þegar hún fæðist þá verðum ég og Ásta örugglega að fara með hana út að ganga, passa hana, leika við hana sem verður mjög gaman.
Sjáumst eftir þrár vikur Vííí!
Júlíana Lind
Bloggar | 21.4.2009 | 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 í Litlu-Ávík,
2 á Melum og1 Á Steinstúni sem heitir Bylur.
Það er frábært! Ekkert hjá hinum.
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 21.4.2009 | 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við efndum til Vorhátíðar í samkomuhúsinu síðasta fimmtudagskvöld.
Við undirbjuggum mikla veislu undir dyggri stjórn Hrefnu og æfðum skemmtiatriði.
Við vorum svo heppnar að Unnur Sólveig og Vilborg Guðbjörg eru í heimsókn hjá ömmu og fjölskyldu í Bæ og tóku þátt í öllu með okkur.
Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir, sem og öllum sem komu og skemmtu sér með okkur og auðvitað hinum sem komust ekki en sendu okkur kveðjur.
Það var nóg að gera í eldhúsinu fyrir hátíðina. Við höfum aldrei séð svona mikið af paprikum samankomnum á einum stað. Edda og Hrefna sáu um pottréttinn góða enda þurftum við að æfa skemmtiatriðin!
Dansflokkurinn Abbadísirnar mættu galvaskar á sviðið og stemmning var ólýsanleg!
Óvænt sirkusatriði!
Við vissum ekki að fjölskyldurnar okkar ætluðu að vera með sirkusatriði en það kom skemmtilega á óvart.
Um leið skiptu þau um perur í sviðskösturunum svo við sæjumst nógu vel!
Mömmur og pabbar kepptu í spurningakeppninni sem var æsispennandi og fyndin líka!
Mömmurnar fóru með sigur af hólmi en allir fengu fínar medalíur.
Júlíana og Unnur í hlutverkum sínum í hinu klassíska leikriti Saumaklúbburinn sem Jensína mamma Unnar og Vilborgar tók þátt í á sínum tíma í Finnbogastaðaskóla.
Hér eru þær svo allar mættar og kjafta og smjaðra eins og þeim sé borgað fyrir það. Það er óhætt að segja að allir leikararnir hafi staðið sig frábærlega vel!
(Júlíana Lind) Jón Helgason flutti kvæðið sitt, Á afmæli kattarins, af sinni alkunnu snilld.
Magnea Fönn fylgdist dolfallin með!
Takk fyrir frábært kvöld og gleðilega páska!
Að lokum eru hér nokkrar myndir af áhorfendum
Bloggar | 4.4.2009 | 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við lesum saman Harry Potter í lestrarstundunum okkar. Það er í algjöru uppáhaldi! Við vorum að hlusta á þegar Harry Potter sá fjölskylduna sína í draumaspeglinum. Við ímynduðum okkur að við gætum séð inn í framtíðina í okkar eigin draumaspegli þar sem okkar dýpstu þrár sjást.
Júlíana segir hér frá hvað birtist í hennar hugsskotssjónum:

Ég hleyp inn í flaugina loka hurðinni. Maður sem situr í útsýnisturninum telur niður 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, af stað og ég og áhöfnin erum þotin upp!
Bloggar | 25.3.2009 | 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmælið mitt var haldið á mánudaginn 16. mars, ég á afmæli 17. mars.
Mamma bakaði fullt af kökum. Nammi, namm!

Bloggar | 24.3.2009 | 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggar | 24.3.2009 | 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar