Færsluflokkur: Bloggar

Agnarsmáir kettlingar í Bæ

DSC_0929Við getum sagt ykkur stórfréttir úr Bæ: Læðan Ögn eignaðist í gær fjóra agnarsmáa kettlinga. Pabbinn er enginn annar en Kúrt, sem verður ársgamall eftir nokkra daga.

Þetta eru fyrstu kettlingarnir sem fæðast í Árneshreppi í mörg ár.

Ásta hringdi í Guggu í Bæ, sem var ljósmóðir við fæðinguna, og fékk að vita að allt hefði gengið mjög vel. Ögn, sem er frá Akureyri, er orðin 10 ára og hefur bara einu sinni áður eignast kettlinga.

Gugga sagði að kettlingarnir væru blandaðir, en að þeir líktust Ögn ögn meira en Kúrt.


Gyðja fæðir Byl

Júlíana, Gyðja og Bylur litliEftir Júlíönu Lind 

Á sunnudagsmorguninn kom pabbi heim með stórfréttir um að lamb hefði fæðst hjá okkur á Steinstúni. Lambið fæddist nóttina 8. mars og er því orðið tveggja daga gamalt. Það er fílhraust og góða mömmu sem heitir Gyðja.

Við vitum ekki alveg hver faðir lambsins er, en teljum að það sé Sindri, einn af lambhrútunum. Lambið hefur fengið nafnið Bylur, af því hann fæddist í svaka byl. Hann er hvítur með bleikan nebba. Bylur og Gyðja eiga sér stíu og una sér vel í henni.

Ég lofa að færa ykkur glóðvolgar fréttir af Byl, en þangað til verður þetta að nægja!

 


Orð vikunnar

Brosum!Það er óguðlegt að vilja ekki þiggja stund gleði og brosa, þegar guð sendir hana.

Ásta valdi orð vikunnar, sem eru eftir Martein Lúther. Sérlega vel valið, enda hefur verið ákveðið að hafa sérstaka bros-viku í Finnbogastaðaskóla!


Vetrarhöllin

VetrarhöllinSkaflarnir við skólahúsið hafa heldur betur vaxið í storminum síðustu daga!

Sem er frábært fyrir alla sem standa í snjóhúsabyggingum.

Ásta og Júlíana eru búnar að grafa sig djúpt inn í stærsta skaflinn, og hafa búið til sannkallaða vetrarhöll!


Afmælismánuðurinn mikli

Afmæli í ÁrnesiMars er sannkallaður afmælismánuður í Árneshreppi. Ásta varð 9 ára sunnudaginn 8. mars og hélt upp á afmælið með glæsilegri veislu í Árnesi.

Afmæliskakan var heil járnbrautarlest, fagurlega skreytt, sem rann ljúflega ofan í gesti.

Á myndinni eru Karítas, Ásta afmælisbarn og Ástrós, ásamt Elínu skólastjóra.

Það styttist í næstu veislu, því 17. mars verður Júlíana Lind 12 ára. "Ég trúi þessu ekki," segir Júlíana, "ég er að verða unglingur!"


Ugla í heimsókn

Viskunnar fuglVið fengum skemmtilegan gest í sveitina nú um helgina: Branduglu, sem fann sér skjól í storminum undir brúnni yfir Árnesá.

Uglur eru fágætar á Íslandi. Talið er að aðeins milli 100 og 200 pör verpi árlega. Uglan er sögð vera fugl viskunnar, en við þekkjum þær líka úr Harry Potter bókunum. Þar hafa þær það hlutverk að bera út póst! Kannski var uglan að koma með bréf hingað í sveitina...

Á flugi í TrékyllisvíkKrummarnir í Trékyllisvík voru ekkert yfir sig hrifnir af gestinum. Af hverju? "Af því hún er aðskotadýr!" segir Ásta. Og svo keppa uglur við krumma í músaveiðum.

Uglan er fallegur fugl og með mikið vænghaf, kringum metra. Samt er hún bara 300 til 400 grömm á þyngd.

Við vitum ekki hvort uglan góða ætlar að setjast að í sveitinni okkar, en við látum ykkur vita!

Hérna er hægt að lesa meira um brandugluna: Smellið hér.


Fríða glæsilega

FríðaEftir Ástu Þorbjörgu 

Þetta er hún Fríða er hún ekki glæsileg? Mér finnst það og  hún er mjög sérstök fyrir mér. Því að ég fór á bak á henni í fyrsta sinn og þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á hestbak. Hún var ein af mörgum hestum sem voru vel tamdir. Sumir hestarnir voru með mjög mikil læti og ég var skíthrædd. En ég vandist hestunu!

Til hamingju, Örnólfur!

ÖrnólfurÖrnólfur Hrafnsson kom í skólann til okkar í vetur og það hefur verið  mjög  gaman að fá hann í heimsókn.

Í gær varð Örnólfur í þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni.

 Innilega til hamingju með þriðja sætið Örnólfur!  Vonandi fáum við Ásta að skauta eitthvern tíma seinna með þér en þangað til skulum við moka snjóinn af svellinu!

Kveðja frá Trékyllisvík í Eyjafjarðarsveit,

 Júlíana  Lind, Ásta Þorbjörg og kennarar í Finnbogastaðaskóla.


Fríða litla

 

                              Í skólaferðalaginu fórum við á hestanámskeið í  Hafnarfirði.  Fríða & ÁstaÞað var rosalega gaman á hestanámskeiðinu. Fyrst var ég mjög hrædd við hestana en ég vandist þeim. Ég átti að fara á bak á hvítri hryssu en ég var allt of hrædd við hana og ég fékk að fara á minnsta hestinn en ég fattaði að enginn af hestunum myndi henda mér af baki. Minnsti hesturinn hét Fríða, Júlla fór á fola sem hét Gustur og Hrefna fór á hryssu sem hét Frú Margrét en Elín fór ekki á bak út af barninu.

Stungið sér í Snorralaug

 

SnorralaugÉg, Ásta, Hrefna og Elín fórum í Reykholt í Borgarfirði að skoða ástkæra höfðingjasetrið hans  Snorra Sturlusonar. Hann átti heima í Reykholti  fyrir meira en áttahundruð árum. Á myndinni  erum við að stynga okkur í Snorralaug og á bakvið okkur er hurð að göngum inn í húsið hans. Mig langaði að komast inn en það var læst, kannski  sveimar draugur Snorra þar um. Við sáum líka styttu af Snorra. Þetta var mjög gaman  sjáumst.

 

 Kveðja  Júlíana Lind Guðlaugsdóttir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband