Færsluflokkur: Bloggar

Skólaferðalag

 

 ferðalangarVið Ásta, Elín, Hrefna og Júlíana erum að fara í skólaferðalag til Reykjavíkur þann 19. febrúar. Þegar við komum til Reykjavíkur ætlum við að fara á hestanámskeið og fræðast um hesta t.d. að kemba þeim, og setja hnakkinn á. Á föstudaginn ætlum við á Alþingi sem var stofnað árið 1844 og skoða Reykholt þar sem Snorri Sturluson átti heima. Síðan ætlum við að skoða Landnámssetrið. Á laugardaginn göngum við um miðbæinn, skoðum Ráðhúsið, Stjórnarráðið og Þjóðminjasafnið. Sunnudagurinn verður heldur betur spennandi því við ætlum kannski að fara í sund, bíó eða í Skautahöllina. Alveg öruggt að það verði gaman!

Júllu hlakkar mest til að fara í bíó ef við förum, og á hestanámskeiðið.

Ástu hlakkar mest til að fara í skautahöllina ef við förum.

Elínu hlakkar mest til að fara á Landnámssetrið og í leikhús á sýninguna Fólkið í blokkinni.


Nýtt stjórnmálaafl í uppsiglingu í Finnbogastaðaskóla?

 

 

Það ganga sögusagnir um sveitina að nýr flokkur sé að fæðast í Árneshreppi. Skólastjóri hefur heyrt pískur úr skólastofunni og séð glitta í mjög leynilega stefnuskrá. Heimildamenn síðunnar segja að líklegast verði þetta allt gert opinbert eftir skólaferðalagið!

Ásta Þorbjörg og Júlíana Lind harðneita að láta nokkuð eftir sér hafa á þessari stundu! En láta þó uppi að mögulega tengist þetta dýrum með einhverjum hætti???Konungsmörgæsir


Börn hjálpa börnum

x ABCNú er að hefjast söfnun grunnskólabarna fyrir ABC-barnahjálp og við í Finnbogastaðaskóla leggjum að sjálfsögðu góðum málstað lið.

Spakmæli vikunnar

Bacon"Peningar og mykja eru eins, það verður að dreifa úr þeim ef að gagni á að verða."

Júlíana valdi þessi spaklegu orð, sem Francis Bacon (1561-1626) lét falla fyrir um 400 árum. Þau eiga sannarlega vel við á okkar tímum!


Gaman í snjónum

Ásta snjódrottningÞað er einstaklega fallegt veður í sveitinni okkar núna, logn og varla ský á himni.

Og svo er snjór yfir öllu, enda margir búnir að draga fram skíðin og snjóþoturnar.

Aníta hvergi banginÁsta skemmti sér dátt með Anítu prinessu í Bæ í snjónum í gær. Þær renndu sér niður bæjarhólinn og nutu lífsins sannarlega!


Líf og fjör í Árnesi

Ásta og DúllaÞað var sko fjör á fæðingardeildinni í Árnesi á sunnudaginn, já, og reyndar fram á mánudag. Hæna ofurmamma skilaði 10 agnarsmáum hvolpum í heiminn.

Þetta var fjórða got Hænu og hún hefur samtals eignast 45 hvolpa!

Tveir af hvolpunum dóu, en átta lifa og dafna vel. Nokkrir eru búnir að fá nöfn: Dúlla, Putti, Þumalína, Írena.

Fyrstu skrefinHvolparnir eru auðvitað staurblindir og ósjálfbjarga, en Hæna hugsar ósköp vel um þá, enda vön móðurhlutverkinu.

Við segjum ykkur fréttir af hvolpunum á næstu vikum. Eitt er víst: það verður fjör í Árnesi þegar litlu krúttin fara að skoða heiminn og leika sér!


Spakmæli vikunnar

IbsenHvað er hamingjan annað en að vera í samræmi við sjálfan sig? Heimtar örninn gullfjaðrir? Vill ljónið fá klær úr silfri?

Ásta valdi spakmæli vikunnar, sem koma úr penna norska rithöfundarins Henriks Ibsens. Þetta þýðir, eins og Ásta segir, að maður á að vera ánægður með hvernig guð skapaði mann.

 


Dýraflokkurinn stofnaður!

KonungsmörgæsirVið höfum ákveðið að stofna nýjan stjórnmálaflokk, sem á að heita Dýraflokkurinn!

Dýraflokkurinn á að hugsa um velferð dýra, sérstaklega þeirra sem eru í útrýmingarhættu. Þar má nefna ísbjörn, tígrísdýr, pandabjörn og sjálfa mörgæsina. Og örninn, sjálfan konung íslensku fuglanna. Svo ætlum við auðvitað að passa sérstaklega upp á gíraffann, sem er uppáhaldsdýrið okkar.

Við heyrðum í morgun að hætta er á því að stofn konungsmörgæsa minnki um 95 prósent á þessari öld. Það eru hræðilegar fréttir.

Eins og Júlíana sagði: "Ég vil ekki að afkomendur mínir alist upp í mörgæsalausum heimi!"


Spakmæli vikunnar

Sören stuðboltiÉg vil helst tala við börn. Um þau má þó gera sér þær vonir, að þau geti orðið vitsmunaverur. En þeir fullorðnu -- almáttugur!

Júlíönu finnst þessi orð danska heimspekings Sören Kierkegaard vægast sagt viðeigandi. 


Fagur fiskur í sjó

Eftir Júlíönu Lind.Sjóferð Júlíönu

Um daginn fórum við að veiða í soðið á happafleytunni hans pabba, Gísla ST 23. Við vorum undan Krossnesi, svo sundlaugin í fjörunni sást vel.

Mamma varð dálítið sjóveik, en sem betur fer slapp ég við það. Mér var bara orðið dálítið kalt undir lokin.

En veiðarnar gengu vel og þetta var mjög skemmtilegt. Fyrst fengum við tvær ýsur, og þær brögðust dásamlega daginn eftir! Þrátt fyrir eltingaleik náðum við ekki fleiri ýsum, en þeim mun fleiri þorskum.

Pabbi sagðist aldrei hafa fengið svo væna þorska áður. Ég lærði ýmislegt um lífið á sjónum (og lífið í sjónum) og deili því með ykkur á næstunni.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband