Færsluflokkur: Bloggar

Kynjafiskur í Árnesi

VogmærinRóbert og Númi, bræður Ástu í Árnesi, fundu skrýtinn fisk í fjörunni um daginn. Ásta sagði að augun í honum væru stærri en hausinn og þar að auki næði eldrauður uggi alveg frá haus og aftur á sporð.

Þarna reyndist komin vogmær. Rannsóknir Ástu leiddu í ljós að vogmærin getur orðið allt að 3 metrar á lengd, en sú sem geispaði golunni í Árnesfjöru var 133 sentimetrar.

Ásta segir líka að samkvæmt gamalli þjóðtrú eigi að brenna vogmær sem rekur á land, eða sökkva henni aftur í hafið. Annars verði skipsskaði.

Ef þið viljið lesa meira um þennan undarlega fisk getið þið smellt hérna.


Spakmæli vikunnar

Bænir breyta ekki veruleikanum, en bænir breyta mönnunum og mennirnir breyta veruleikanum.

Ásta valdi spakmæli vikunnar úr bókinni Vel mælt, sem Sigurbjörn biskup tók saman. Vel valið hjá Ástu og gott fararnesti á nýju ári.


Gleðilegt ár!

Eldur á himnumÞá erum við byrjaðar aftur á fullu í skólanum. Við óskum öllum lesendum okkar og vinum gleðilegs árs og þökkum fyrir samfylgdina á síðasta ári.

Myndin er frá flugeldasýningunni miklu í Trékyllisvík á gamlárskvöld!


Gleðileg jól!

Svona gerum við...Það var mikið um dýrðir í Finnbogastaðaskóla í dag. Litlu jólin voru haldin hátíðleg, og voru í alla staði yndisleg og skemmtileg.

Hrefna bar fram sannkallaðan hátíðarmat, hangikjöt með öllu tilheyrandi, og á eftir var (sérpantaður) kaldur jólagrautur. Namminamm. Örnólfur var svo stálheppinn að fá möndluna, sem tryggði honum eyrnastórt tröll í verðlaun.

Eftir matinn skiptumst við á pökkum og allir fengu eitthvað fallegt.

Alvöru jólasveinarUm það bil sem jólaskemmtunin var að hefjast sást til rauðklæddra karla með ógnarsítt skegg. Þeir komu labbandi eftir veginum, en voru heillengi að koma sér yfir brúna á Árnesá. Þeir höfðu víst aldrei séð brú áður!

Þeir komust samt alla leið, með viðkomu á leikvellinum, því þeir urðu að prófa rólurnar, þó þeir vissu ekki alveg hvernig þeir virkuðu. Loksins þegar þeir gáfust upp á rólunum komu þeir í skólann og voru boðnir hjartanlega velkomnir.

Þarna voru komnir Gluggagægir og Djókaþeytir, hvorki meira né minna. Gluggagægi þekkja auðvitað allir, en Djókaþeytir er minna þekktur jólasveinn sem þeytir bröndurum í kringum sig. Hann stóð líka undir nafni og var mjög skemmtilegur og þeir sveinar báðir!

Annabella og Krummi bregða á leikSvo hófst skemmtunin, þar sem Ásta og Júlíana voru í aðalhlutverkum, vel studdar af Örnólfi gestanemanda. Það var sungið, sögur lesnar, brandarar sagðir, leikið á hljóðfæri og boðið upp á brúðuleikhús. Engin smá dagskrá!

Síðast en ekki síst gengu svo allir kringum jólatréð og sungu og trölluðu af hjartans list.

Frábær dagur í Finnbogastaðaskóla og frábær skemmtun. Nú tekur jólafríið við, svo við "sjáumst" ekki fyrr en á nýja árinu.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR GETIÐ ÞIÐ SKOÐAÐ MYNDAALBÚM FRÁ LITLU JÓLUNUM!


Dansað á ísnum

SkautadansFátt er skemmtilegra en reima á sig skautana í fallegu vetrarveðri. Ásta og Júlíana nota hvert tækifæri, enda eru þær orðnar verulega flinkar.

Og nú er Örnólfur í heimsókn í skólanum okkar, svo það verður ennþá skemmtilegra á ísnum.

Galdurinn við að vera góður á skautum? Einfalt, segir Ásta: Að detta ekki og spyrna sér áfram!


Lilli snjókarl

Snjókallinn kátiSnjórinn kemur og fer hjá okkur í sveitinni. Í síðustu leysingum hvarf Lilli snjókarl ofan í jörðina, og nú er eins og hann hafi aldrei verið til.

Við erum því miður ekki vissar um að til sé himnaríki fyrir snjókarla, en Örnólfur stakk upp á því að þeir söfnuðust saman niðri í jörðinni og gerðu sér glaðan dag.

Nú er byrjað að snjóa aftur, svo kannski fæðist nýr snjókarl á skólalóðinni!


Hrafn eldabuski og Bernharð ævintýraköttur

EldabuskiHrefna þurfti að skreppa til Reykjavíkur svo Hrafn sá um hádegismatinn fyrir okkur.

Við fengum pulsur og pasta, og auk þess nokkrar mjög góðar sögur af kettinum Bernharð.

Bernharð hefur lent í hinum ótrúlegustu ævintýrum, svo mikið er víst!

Þetta var skemmtilegt en við söknum Hrefnu, því hún er svo frábær.


Hverju trúum við (ekki)?

NykurVið trúum öll á eitthvað. Og allir trúa einhverju sem aðrir trúa ekki. Við trúum ekki öll sömu hlutunum. Sem betur fer. Annars væru allir eins.

Krakkarnir skrifuðu upp nokkur atriði sem þau trúa og nokkur atriði sem þau trúa ekki. Ásta reið á vaðið:

Ég trúi á Guð.

Ég trúi að álfar séu til (og í hvert sinn sem einhver segir að álfar séu ekki til, þá deyr álfur!)

Ég trúi að nykur sé til.

Ég trúi ekki á galdramenn.

Ég trúi ekki á helvíti.

Ég trúi ekki á eldgos.

Myndin er af nykur, þessari skæðu kynjaskepnu sem Ásta er handviss um að sé til í alvörunni. Til að lesa meira um nykur getið þið smellt hérna.


Gíraffar og galdramenn

GæludýriðJúlíana skrifaði upp fimm  atriði sem hún trúir og fjögur atriði sem hún trúir ekki.

Ég trúi á Guð.

Ég trúi að gíraffar geti verið gæludýr (bara mjög stór gæludýr).

Ég trúi á galdramenn, til dæmis Jón Glóa og Svan.

Ég trúi á ástina.

Ég trúi á álfa og jólasveina.

Ég trúi ekki að jörðin hafi verið sköpuð af Guði.

Ég trúi ekki á helvíti.

Ég trúi ekki að útilegumenn séu í þokunni.

Ég trúi ekki að gíraffar séu komnir af hestaætt.


Guð og ástin

Guð skapar manninnÖrnólfur skrifaði upp tvö atriði sem hann trúir og tvö atriði sem hann trúir ekki.

Ég trúi á Guð.

Ég trúi á ástina.

Ég trúi ekki að galdramenn hafi verið á Ströndum.

Ég trúi ekki að nykur sé til.

Myndin er af listaverki eftir Michelangelo, sem lifði á árunum 1475 til 1564. Listaverkið heitir Guð skapar manninn. Smellið hér til að lesa meira um þennan fræga snilling.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband