Færsluflokkur: Bloggar
Það er fjör hjá okkur í hádeginu, því Hrefna er svo skemmtileg. Og, eins og Júlíana segir, maturinn hennar klikkar ALDREI (nema þegar hún notar ananas).
Við tölum um alla heima og geima í hádegismatnum. Ásta sagði til dæmis frá því í dag að Guðni Ágústsson væri hættur í pólitík.
Við erum samt ekkert að hlæja að því. Það er bara yfirleitt alltaf svona gaman hjá okkur.
Bloggar | 18.11.2008 | 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vildi að ég væri hvolpur.
Ég vildi að þú værir gíraffi.
Ég vildi vera hvolpurinn hennar Hænu.
Vonandi verð ég ekki 100 og eitthvað ára þegar ég dey.
Ef ég væri hvolpur þá gæti ég gert eitthvað.
Og bitið hvolpinn hann bróður minn.
Bloggar | 18.11.2008 | 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlíana valdi spakmæli vikunnar, sem eru viðeigandi á óróatímum:
Lítill drengur sagði -- pabbi hans og mamma voru að rífast: "Pabbi, ef þú og mamma geta ekki verið vinir, hvernig eiga þá Rússar og Ameríkanar að geta orðið það?"
Bloggar | 18.11.2008 | 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í síðustu lestrarstund vorum við með gest hjá okkur í sófanum. Hún Þórey sæta er í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Árnesi og kom til okkar í skólann með Hrefnu ömmu sinni.
Það var mjög gaman að hafa hana hjá okkur. það var líka frábært að fá hana og Anítu með í leikfimi.
Allt í einu föttuðum við í lestrarstundinni að við vorum allar í bleikur fyrir algjöra tilviljun. Á myndinni sjáið þið okkur í fína lestrasófanum að hafa það huggulegt á meðan við hlustum á ævintýri um Harry Potter.
Bloggar | 6.11.2008 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 6.11.2008 | 14:09 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lukkudýrið okkar, Urðarköttur Hnykilsson, er ekki lengur á skólalóðinni.
Um helgina fór hann upp í Bæ, þar sem hann fékk vist í fjárhúsunum innan um aðra hrúta.
Snjórinn var orðinn svo mikill að Urðarköttur átti í vandræðum með að krafsa eftir grasi. Og orðið svo kalt að hann var kominn í klakabrynju.
Við munum sakna hans. Júlíana segir að Urðarköttur sé oftast skemmtilegur, en óneitanlega geti hann verið svolítið frekur. Og að hann telji sjálfan sig mestan og bestan.
Það er eins gott að Urðarköttur hafi sjálfstraustið í lagi, því hann er minnstur af öllum hrútunum í fjárhúsunum í Bæ. Það er vegna þess að hann fæddist svo seint.
Á myndinni er Urðarköttur að fá síðasta pelann áður en hann labbaði með Hrafni og Elínu upp í Bæ. Honum fannst greinilega mjög gaman að hitta aðra hrúta og fór strax að leika við þá.
Við segjum ykkur fleiri fréttir af Urðarketti, því auðvitað hættir hann ekki vera lukkudýr Finnbogastaðaskóla!
Bloggar | 27.10.2008 | 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru fleiri en Mundi á Finnbogastöðum sem eru að byggja í Trékyllisvík þessa dagana!
Kafaldsbylurinn sem gekk yfir Strandir skildi eftir nóg af byggingarefni í snjóhús.
Eins og þið sjáið eru frímínúturnar notaðar vel í Finnbogastaðaskóla.
Bloggar | 27.10.2008 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skúli Björn heiðraði Finnbogastaðaskóla með heimsókn í dag. Hann var á leið út á Gjögur til að taka flugvélina suður til Reykjavíkur, eftir að hafa verið hjá afa og ömmu á Melum.
Skúli er 4 ára og mikill orkubolti sem gaman er að fá í heimsókn! Hér er hann glaðbeittur með þessa fínu mynd sem hann teiknaði í skólanum.
Bloggar | 27.10.2008 | 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilbrigður á margar óskir, sjúkur aðeins eina.
Júlíana Lind valdi spakmæli vikunnar, sem kemur alla leið frá Indlandi. Þegar Hrafn bað Júlíönu að rökstyðja val sitt sagði hún:
"Þig langar kannski að verða forstjóri á einhverjum fréttamiðli, nú eða bóndi, en sá sem er sjúkur hugsar bara um að verða heilbrigður."
Bloggar | 27.10.2008 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrafnhildur Kría, vinkona okkar, átti stórafmæli á laugardaginn 25. október, þegar hún varð 4 ára. Hún er úti í Kína með pabba sínum og mömmu og þangað sendum við okkar allra bestu afmæliskveðjur.
Myndin var tekin í vor þegar Kría kom í heimsókn í skólann okkar. Hér er hún með Hrefnu ömmu að skoða Jörðina. Núna er Kría hinu megin á hnettinum okkar!
Elsku Hrafnhildur mín. Innilega til hamingju með 4 ára afmælið þitt. Kveðja, Ásta.
Kæra Hrafnhildur Kría. Það hlýtur að vera gaman úti í Kína. Innilega til hamingju með afmælið. Kær kveðja, Júlíana Lind.
Bloggar | 27.10.2008 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 3357
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar