Færsluflokkur: Bloggar

Spakmæli vikunnar

GleðiGuð býr í glöðu hjarta.

Örnólfur valdi spakmæli vikunnar úr bók Sigurbjörns biskups Einarssonar, Fleyg orð. Góður og einfaldur boðskapur sem við ættum öll að reyna að tileinka okkur.


Spennandi heimsókn á Galdrasafnið

GaldranornJúlíana Lind skrifar um heimsókn á Galdrasafnið:

Á galdasýningunni sáum við allskyns rúnir og galdraþulur. Ein þula getur látið læður verða kettlingafullar án högna. Einnig fengum við að vita að það er bara einn galdur sem aðeins konur geta gert:

Til að búa til tilbera þurftu þær að grafa upp rifbein af manni, síðan þurftu þær að hafa tilberann á milli brjóstanna í fjórar vikur á hverjum sunnudegi þegar þær fóru til kirkju. Á fjórða sunnudegi var hann orðinn risavaxinn. Konan biður tilberann að sjúga ær nágrannans. Þegar hann kemur til baka ælir hann allri mjólkinni í strokkinn. Tilberinn sýgur spena sem er á læri konunnar.

Við sáum líka skál sem blóð hafði verið drukkið úr.

Við viljum þakka Sigurði á Galdrasafninu fyrir góða og mjög fróðlega heimsókn.

Myndin: Júlíana prófar galdrakúst á Hólmavík.


Átta atriði sem Örnólfi finnst skemmtileg í sveitinni

Örnólfur í smíði1. Að leika við kisurnar. Það er gaman af því að þær eru fjörugar og skemmtilegar.

2. Að vera í skólanum af því að það eru skemmtilegar stelpur og skemmtilegir tímar.

3. Að baka pönnukökur. Það er bara mjög gaman að baka og svo eru pönnukökur mjööög góðar.

4. Að spila ótukt, það er skemmtilegt spil og gaman að spila það.

5. Að leika við Urðarkött og gefa honum pela.

6. Að fara í kaupfélagið.

7. Að smíða kattakastala.

9. Að smíða kattakastala af því það er gaman að smíða.

Myndin: Örnólfur í smíðatíma hjá Pöllu með þessa fínu mynd af Kúrt.


Griðastaður Urðarkattar

GriðastaðurÞá er komið nafn á húsið hans Urðarkattar. Margar sniðugar og góðar tillögur bárust, til dæmis Urðarkot, Urðir, Föðurhús, Finnbogastaðakot, Urðarkattarhús og Rammakot, en fyrir valinu varð nafnið Griðastaður.

Allir þurfa að eiga sinn griðastað í heiminum, og Urðarköttur er sannarlega ánægður að geta leitað skjóls undan stormi og hríð.

Lukkudýrinu okkar finnst rigning reyndar verst af öllu, og þó það sé eiginlega alltaf gott veður í Trékyllisvík er ekki hægt að neita því að stundum rignir hressilega.

Og svo er líka gott fyrir Urðarkött að eiga núna sinn Griðastað, þar sem hann getur legið og hugsað málið. Er hann kannski ekki spekingslegur á myndinni?


Ásta: Það sem mér finnst skemmtilegast

Ásta og Júlíana1. Íþróttir. Af því maður þarf að hreyfa sig.

2. Sund. Af því maður er í vatni.

3. Teikna. Af því maður þarf að hreyfa hendurnar.

4. Ganga í Reykjavík. Af því að maður þarf að ganga.


Júlíana: Fimm hlutir sem mig langar að gera

Mynd úr geimnum1. Fara út í geiminn.

2. Baða mig í stærstu sundlaug í heimi.

3. Ganga inn Árnesdal.

4. Geta flogið.

5. Eiga hest og fara í útreiðartúra.


Urðarköttur eignast hús

Ástrós, Urðarköttur og nýja húsiðÞað blæs hressilega í Trékyllisvík og rignir einsog hellt sé úr fötu. Þá er nú gott að litla lukkudýrið okkar hafi fengið þak yfir höfuðið.

Urðarköttur hefur eignast hús í garðinum við skólann og þar finnst honum gott að liggja í skjóli frá stormi og regni.

Við erum með samkeppni í gangi um besta nafnið á hús Urðarkattar og ykkur er velkomið að senda tillögur.

Á myndinni er Ástrós að gefa Urðarketti pelann sinn og einsog þið sjáið er litla lukkudýrið okkar ekkert mjög lítið!


Spakmæli vikunnar

"Þegar peningarnir tala er sannleikurinn mállaus."

jonvidalinJúlíana valdi sem spakmæli vikunnar þetta rússneska orðtak. Við veljum spakmælin úr bókinni Vel mælt, sem Sigurbjörn heitinn Einarson biskup tók saman.

Og af því það er talað svo mikið um peninga í fréttatímum núna lásum við kafla sem heitir "Ríkur -- snauður". Ásta valdi þessi orð, sem annar merkilegur biskup, Jón Vídalín, lét falla fyrir löngu:

"Sá er ekki ríkur, sem mikið á, heldur hinn sem lætur sér nægja."


Örsaga eftir Ástu um Urðarkött, Bernharð, Óskar og Kúrt

Kúrandi kisutríóKúrt var úti að leika við Urðarkött og mig. Ég er Ásta. Þá kom Óskar og spurði: Hvað eru þið að gera?

Kúrt sagði: Við erum í eltingarleik!

Má ég vera með? spurði Óskar.

Já, það mátt þú, sagði Kúrt.

En ég er með ofnæmi fyrir köttum.

Þá kom Bernharð og spurði: Má ég líka vera með?

Já, komið þið báðir að leika, sagði Kúrt.

En þá kom þruma og það fór að hellirigna og við komum inn holdvot.

Endir.

Myndin: Bernharð, Óskar og Kúrt jafna sig eftir rigninguna miklu.


Urðarköttur í aðalhlutverki

MyndasagaUrðarköttur er aðalpersónan í bráðskemmtilegri myndasögu sem Ástrós samdi og myndskreytti.

Á þessari mynd sjáum við Urðarkött fyrir utan nýja húsið sitt. Sólin skín glatt á myndinni, enda brosir Urðarköttur út að eyrum.

Hver veit nema bráðum komi út í bók allar sögurnar um lukkudýrið okkar!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband