Færsluflokkur: Bloggar

Fiskarnir ráða ríkjum í Árneshreppi

FiskarnirJúlíana gerði merkilega rannsókn á stjörnumerkjum þeirra 33 íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi. Fiskarnir eru fjölmennastir í sveitinni, sex talsins, og svo sannarlega ráða fiskarnir ríkjum í Finnbogastaðaskóla, því bæði Júlíana og Ásta eru í þessu merkilega merki.

Sporðdrekarnir eru næstflestir, fjórir, en Aníta litla í Bæ er eina ljónið okkar og Gunnsteinn, aldursforseti sveitarinnar, er eini bogmaðurinn.

 

Fiskar: Valgeir í Árnesi, Mundi á Finnbogastöðum, Kristján á Melum, Gugga í Bæ, Júlíana í Norðurfirði, Ásta í Árnesi.

Sporðdrekar: Margrét í Bergistanga, Hrafn í Trékyllisvík, Ingólfur í Árnesi, Björn á Melum.

Steingeit: Ásbjörn í Djúpavík, Hrefna í Árnesi, Edda í Norðurfirði.

Naut: Eva í Djúpavík, Jóhanna í Árnesi, Þórólfur í Norðurfirði.

Vatnsberar: Selma á Steinstúni, Guðlaugur í Norðurfirði, óskírða stúlkan í Bæ.

Vogin: Siggi í Litlu-Ávík, Pálína í Bæ, Oddný á Krossnesi.

Meyjan: Hávarður á Kjörvogi, Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík, Gústa í Norðurfirði.

Hrútar: Elín skólastjóri, Úlfar á Krossnesi.

Krabbar: Badda á Melum, Ágúst á Steinstúni.

Tvíburar: Sveindís á Kjörvogi, Gunnar í Bæ.

Ljón: Aníta Mjöll í Bæ.

Bogamaður: Gunnsteinn á Bergistanga.

Með því að smella á heiti stjörnumerkjanna er hægt að lesa um einkenni hvers og eins. Munið bara að stjörnuspeki er fyrst og fremst til skemmtunar! 


Aníta og Júlíana spjalla í góða veðrinu

Vor 001Húrra! Sumarið er komið aftur í Árneshrepp. Síðustu daga hefur verið sannkallað vetrarveður, en í morgun skein sólin og veðrið var milt, stillt og kyrrt.

Í frímínútunum í morgun hittum við Anítu prinsessu í Bæ, sem var að spássera með mömmu sinni í góða veðrinu.

Aníta er mjög skemmtileg þó hún sé ekki mikið fyrir að spjalla, ekki ennþá, en hún notar þrjú orð óspart: mamma, amma og nei. 


Líf og fjör á Steinstúni

Júlíana með Snæ og SnærúnuJúlíana hefur staðið í ströngu í fjárhúsunum heima á Steinstúni síðustu daga: Þrjár kindur hafa borið og fimm lömb komið í heiminn.

Sauðburður í Árneshreppi fer ekki á fullt fyrr en eftir viku eða svo, en kindurnar þrjár á Steinstúni tóku lítilsháttar forskot á sæluna.

Reyndar fæddust fyrstu lömbin í Árneshreppi á Finnbogastöðum í lok mars, eins og við sögðum frá hér, og þau dafna vel.

Á myndinni er Júlíana með systkinin Snæ og Snærúnu, sem eru að reyna að átta sig á heiminum. 


Klettur litli kysstur

Klettur litliKlettur litli fær aðhlynningu frá mömmu sinni í fjárhúsunum á Steinstúni. Hann fæddist seinnipartinn í gær, þriðjudag, og kom í kjölfar bróður síns, sem fékk nafnið Blettur.

Öll lömbin fimm, sem fæðst hafa á Steinstúni, eru mjallarhvít, nema hvað Blettur hefur svartan blett á síðunni.

Klettur fékk sem sagt ekki nafn sitt af því hann væri mikill fyrir lamb að sjá, heldur vegna rímsins.

Júlíana er í því ábyrgðarhlutverki á Steinstúni að gefa lömbunum nöfn og stendur sig aldeilis vel.

Fimmta lambið heitir Kleópatra eins og drottningin mikla í Egyptalandi! 


Hjálp, hákarl!

Hákarlakæti í NorðurfirðiReimar og Siggi fengu óvenjulegan afla, þegar þeir voru í gráslepputúr um daginn: Risastóran hákarl!

Hákarlinn er merkilegur fiskur, eins og lesa má um hér. Þar stendur meðal annars:

Sú var tíðin að stræti Kaupmannahafnar voru sögð lýst upp með íslensku hákarlalýsi. Reyndar er orðið "lýsi"  þannig tilkomið, þ.e. dregið af orðinu ljós.

Hákarlar á Íslandsmiðum eru ekki hættulegir fólki (okkur fannst bara fyrirsögnin svo sniðug) en sumsstaðar eru þeir mikill ógnvaldur.

Hér eru Júlíana, Sindri og Friðrik á baki hákarlsins á bryggjunni á Norðurfirði.


Blátt eða grænt?

Blátt og grænt 2007Blár og grænn eru uppáhaldslitir íbúa í Árneshreppi. Það er alveg á hreinu.

27 svöruðu spurningu á vorhátíðinni okkar um uppáhaldslitinn sinn og þar fékk blár flest atkvæði en grænn kom rétt á eftir.

Núna er eiginlega allt hvítt hér í sveitinni, en við bíðum spenntar eftir að allt verði blátt og grænt!

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

Blár 10 atkvæði

Grænn 9 atkvæði

Rauður 3 atkvæði

Svartur 3 atkvæði

Hvítur 1 atkvæði

Bleikur 1 atkvæði


Þorskurinn í uppáhaldi

Pjakkur og golþorskarÞorskurinn, lúðan og ýsan háðu æsispennandi keppni þegar við spurðum um uppáhaldsfisk gestanna á vorhátíðinni okkar.

Fjórar aðrar tegundir fengu atkvæði. Grásleppan reyndist eiga tvo aðdáendur, enda er grásleppuveiði nú hafin í hreppnum.

Alls svarði 31 spurningunni: Hver er uppáhaldsfiskurinn þinn?

Þorskurinn   11 atkvæði

Lúða   8 atkvæði

Ýsa   7 atkvæði

Grásleppa 2 atkvæði

Skötuselur   1 atkvæði

Rækja  1 atkvæði

Steinbítur 1 atkvæði

(Þessi frábæra mynd af stráknum og stórþorskunum er fengin héðan. Og með því að smella á fisktegundirnar er hægt að lesa margvíslegan fróðleik um íbúa hafsins.)


Sauðburðurinn langskemmtilegastur!

SauðburðurBráðum byrjar sauðburður í Árneshreppi og þá verður glatt á hjalla! Í skoðanakönnun okkar kom í ljós að flestum þykir sauðburður langskemmtilegastur.

Við báðum gestina okkar að velja á milli fjögurra kosta -- og mörgum þótti mjög erfitt að velja á milli. En hér eru niðurstöðurnar:

Hvað er skemmtilegast?

Sauðburður 18 atkvæði

Saumaklúbburinn 7 atkvæði

Heyskapur 5 atkvæði

Smalamennska 2 atkvæði

(Ásta og Júlíana kusu báðar sauðburðinn og þær hlakka mikið til næstu vikna!)


Lóan er fuglinn okkar

Lóan á vappiLóan var nokkuð öruggur sigurvegari þegar spurt var um uppáhaldsfugl gesta á vorhátíðinni okkar.

Krían flaug í 2. sæti og æðarfuglinn hreppti bronsið. Alls fengu 9 fuglar atkvæði, meðal annars lundi sem á reyndar ekki heima í Árneshreppi.

Hér eru lokatölur:

Lóa    11 atkvæði

Kría    6 atkvæði

Æðarfugl    5 atkvæði

Krummi    3 atkvæði

Fálki    3 atkvæði

Rita 2 atkvæði

Lundi     1 atkvæði

Hrossgaukur    1 atkvæði

Tjaldur    1 atkvæði

 


Vorið vinsælast!

Vor í Trékyllisvík (Mynd eftir Ástu)Á vorhátíðinni notuðum við tækifærið og gerðum skoðanakönnun um allt milli himins og jarðar. Þar kom margt skemmtilegt í ljós.

Um 30 manns á öllum aldri voru á hátíðinni okkar. Langflestir eiga heima í Árneshreppi allt árið, en nokkrir góðir gestir voru með.

Og þá eru það fyrstu tölur: Við byrjuðum á því að spyrja um uppáhalds árstíðina, og það fór vel á því að vorið sigraði á vorhátíðinni!

Hver er uppáhalds árstíðin þín?

Vor         15 atkvæði

Sumar    10 atkvæði

Haust      1 atkvæði

Vetur       1 atkvæði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband