Færsluflokkur: Bloggar
Í gær fögnuðum við vorinu með allri sveitinni í félagsheimilinu. Vorið er líka alveg komið eins og síðasta vika sannaði með dýrðardögum, sól og stillu.
Við bjuggum til góðan mat öll saman í skólanum undir öruggri stjórn Hrefnu matráðs.
Það var gómsæt gúllassúpa og heimabakað brauð af ýmsum gerðum.
Allir hjálpuðust að við að leggja á borð og gera allt eins fínt og við gátum fyrir gestina.
Við undirbjuggum líka fullt af skemmtiatriðum til að sýna eftir matinn.
Ástu fannst eiginlega skemmtilegast að syngja kvæðið Urtubörn ein á sviðinu af því það er svo fallegt lag.
En efst á blaði hjá Júlíönu var að borða súpuna af því hún var svo "rosalega góð". En henni fannst líka svakalega gaman að leika naglasúpuna með Ástu.
"Þetta er líka svo fyndið leikrit því að kerlingin, sem Ásta lék, fattaði ekki hvernig flakkarinn gabbaði hana til að setja fullt af mat í súpuna. Svo fannst mér líka æðislegt að hitta Anítu því hún er svo sæt og skemmtileg. Mér fannst líka gaman að gera brúðuleikritið um muninn á ´mig´ og ´mér´, mér fannst eiginlega bara allt skemmtilegt"
Sindri, gestanemandinn okkar síðustu tvær vikur, tók líka virkan þátt í hátíðinni, hjálpaði til við matargerðina og undirbúninginn í félagsheimilinu. Hann söng líka með Ástu og Júlíönu og stóð sig mjög vel sem kynnir.
Sindra fannst skemmtilegast samt að leika við Anítu, en líka að borða súpuna og fá að taka þátt í hátíðinni. "Það var líka skemmtilegt að horfa á Naglasúpuna og syngja"
Við gáfum ekki út skólablað núna af því við skrifum um eiginlega allt sem gerist í skólanum á þessa heimasíðu.
Ágóðinn sem safnaðist rennur allur í ferðasjóðinn okkar og sendum við kærar þakkir til ykkar allra!
Takk fyrir okkur og takk fyrir samveruna í gær!
Bloggar | 24.4.2008 | 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við höfum góðan gestanemanda í Finnbogastaðaskóla þessa dagana, hann Sindra sem hefur komið með kraft og fjör í litla skólann okkar. Sindri heldur því fram að hann hafi komið með vorið með sér, og það er líklega alveg rétt, því nú skín sólin alla daga í sveitinni okkar. Ásta og Júlíana tóku viðtal við Sindra um allt milli himins og jarðar.
Hvað heitir þú fullu nafni?
Sindri Snær Vilhjálmsson.
Hvað ertu gamall?
Segjum 12. Ég er að verða 12 ára.
Í hvaða bekk ertu?
6.-C.
Í hvaða skóla ertu?
Rimaskóla.
Hvað er uppáhaldsfagið þitt?
Íþróttir.
Hvað er mesta prakkarastrik sem þú hefur gert?
Ég henti könguló á pabba minn.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pizza og Subway.
Og hvað er þetta Subway?
Geðveik samloka með grænmeti, pizzusósu, beikoni -- nefndu það!
Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn?
Pepsi Max.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í sveitinni?
Leika við Júllu og Ástu. Fara á fjórhjól og snjósleða. Og fara í fjárhúsin.
En leiðinlegast?
Ekkert. Það er ekkert leiðinlegt hérna.
Bloggar | 21.4.2008 | 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húrra! Hrefna er komin aftur. Hún er góður kokkur, en meira máli skiptir að hún er svo skemmtileg.
Og Ásta þarf þá ekki að labba ein í skólann frá Árnesi. "Við Hrefna erum líka svo góðar vinkonur," segir Ásta. "Og býr til góðan mat," ítrekar Júlíana.
Bloggar | 21.4.2008 | 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með daginn elsku Elísabet strandakona og galdranorn!
Við lásum tvær örsögur eftir afmælisbarnið í gær, Stelistelpan og Systurnar. Okkur fannst þær mjög skemmtilegar og svakalega spennandi að heyra að Elísabet ætlar að heimsækja okkur í Finnbogastaðaskóla og kenna okkur listina að skrifa örsögur.
Við fylltumst af innblæstri eftir að hlusta á sögurnar hennar Elísabetar og skrifðum okkar eigin örsögur henni til heiðurs:
Stelpan
Hér er stelpa
um stelpu
frá stelpu
til stelpu
Stelpurnar mínar
Hættið, þetta eru stelpurnar mínar, hættið! Pabbi, hvað er að?
Ekki neitt, ha ha, bara grín. Nenni ekki að útskýra. Endir.
Dóra handtekin
Dóra þú ert handtekin. Ha? þú ert skrímsli Jónatan.
Ha? þú getur verið það sjálf. Þú ert það. Nei þú.
Elísabet
Hér er Elísabet
um Elísabetu
frá Elísabetu
til Elísabetar
Eftir Ástu Þorbjörgu
Stelistrákur
Stelistrákur stal öllu húsi léttara. Hann stal kubbum, reiknivélum, bílum, mótorhjólum, myndavélum, strokleðrum, borðum og ostum. Einn daginn var hann að stela dagatali en hinn daginn stal hann litum svo að húsið hans fylltist. Einn daginn ákvað hann að selja allt en það kláraðist aldrei.
Eftir Júlíönu Lind
Örsaga
Það var maður sem var veiðimaður. Hann fór í veiðiferð. Þegar hann var lagður af stað í bílnum sínum kom hann inn í skóg sem var fullur af rándýrum. Hann sá björn og björninn sá hann ekki. Hann skaut björninn og ætlaði að græða á honum. Þá sá hann bjarnarunga og sá eftir því að hafa skotið björninn.
Eftir Sindra Snæ
Bloggar | 16.4.2008 | 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ritgerðarvika í Finnbogastaðaskóla. Júlíana er að vinna í stórri og glæsilegri ritgerð um sauðfjárbúskap. Ásta skrifaði sína fyrstu ritgerð á ævinni í morgun og var fús til að deila henni með heiminum!
Maður setur fuglahræður til að hræða máfana. Eftir veturinn fer maður aftur út í eyju og klæðir fuglahræðurnar. Æðar fuglinn verpir eggjum.Dúninn er notaður í sæng .
Svo koma ungar úr eggjunum þótt vargurinn sem er mávur og kallaður Svartbakur drepur flesta ungana, en samt bjargast sumir eða margir af því að sumar Æðarkollur eru svo vitrar að þær verpa undir fuglahræðum.
Stundum eru Æðarkollur svo vitrar að koma með ungana í garðinn hjá okkur og skilja þá eftir og þá þurfum við að ala þá upp. Það er gaman að ala þá upp af því að þeir eru svo sætir og miklir hnoðrar. En ekki sofa hjá þeim eða leyfa þeim að sofa hjá ykkur af því þeir drita svo mikið.
Bloggar | 10.4.2008 | 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fórum í skemmtilega rannsóknarferð á Gjögur, ásamt Hrefnu og Böddu. Á Gjögri býr enginn yfir vetrarmánuðina, en þar eru mörg hús, svo Gjögur er eiginlega eins og dálítið þorp.
Við skoðuðum húsin og fjöruna, príluðum í klettunum og rákum inn nefið í fiskihjallana. Okkur fannst mest gaman að klifra í klettunum!
Bloggar | 4.4.2008 | 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum að horfa á magnaða heimildarmynd sem heitir Íslands þúsund ár og fjallar um fiskimenn í eldgamla daga. Þeir réru til fiskjar á árabáti og það gat verið mjög hættulegt, "því veðrið gat breyst einn, tveir og þrír", eins og Ásta bendir á.
Júlíana segir að það hafi örugglega verið bæði "gaman og kalt" að stunda þessa vinnu, og hvorki hún né Ásta hefðu viljað vera fiskimenn á opnum báti úti á reginhafi. Svo höfðu þeir ekkert að borða og fengu bara sýru að drekka.
Fyrir Júlíönu var sérstakt að sjá myndina, því Kristinn Jónsson frá Dröngum, langafi hennar, og Guðjón Kristinsson, frændi hennar, eru í aðalhlutverkum.
Bloggar | 4.4.2008 | 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Örnólfur er búinn að vera í heimsókn hjá okkur síðustu dagana og Júlíana tók við hann viðtal um alla heima og geima. Ljósmyndin er af Örnólfi við píramída í Egiptalandi, en þar var hann á ferðalagi í febrúar. Hann sýndi okkur margar frábærar myndir og okkur langar að fara í næsta skólaferðalag þangað!
Júlíana: Hvar áttu heima?
Örnólfur: Í Eyjafjarðarsveit.
Júlíana: Hvað heitir skólinn þinn?
Örnólfur: Hrafnagilsskóli. Besti skóli á landinu.
Júlíana: Nei, þarna segirðu ósatt. Þú situr í besta skóla á landinu.
Örnólfur: Við unnum íslensku menntaverðlaunin fyrir að vera besti skóli landsins!
Júlíana: Hvað eru margir í skólanum?
Örnólfur: Tvöhundruð. Eða tvöhundruð og einn.
Júlíana: Vá. Hundrað sinnum fleiri en í okkar skóla! Í hvaða bekk ertu?
Örnólfur: Sjötta bekk.
Júlíana: Hefurðu komið áður í Árneshrepp?
Örnólfur: Nei.
Júlíana: Finnst þér skemmtilegt hérna í sveitinni?
Örnólfur: Já, mjög.
Júlíana: Hvað finnst þér skemmtilegt?
Örnólfur: Mjög margt. Fara í fjöruna. Leika við kettina. Vinna pabba í ótukt.
Júlíana: Hvað er ótukt?
Örnólfur: Spil.
Júlíana: Værirðu til í að koma aftur?
Örnólfur: Já.
Júlíana: Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
Örnólfur: Fótboltamaður.
Júlíana: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Örnólfur: Spila fótbolta með vinum mínum.
Júlíana: Áttu gæludýr?
Örnólfur: Já, kanínur.
Júlíana: Hvað margar?
Örnólfur: Fimmtán. Síðast fæddust 32 ungar.
Júlíana: Tilhvers ertu með kanínur? Eru þær drepnar og skinnin notuð?
Örnólfur: Ojj, ég myndi aldrei gera það!
Ásta: Ég er með eina spurningu. Finnst þér gaman að leika við þær?
Örnólfur: Já.
Júlíana: Hvað hefurðu komið til margra landa?
Örnólfur: Danmerkur, Þýskalands, Grænlands, Spánar og núna síðast Egiptalands.
Júlíana: Hvernig var Egyptaland, píramídarnir, hofin og svingsinn?
Örnólfur: Geðveikt gaman, geðveik snilld.
Bloggar | 31.3.2008 | 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húrra! Fyrstu lömbin í Árneshreppi hafa litið dagsins ljós. Nú í vikunni bar ein af kindunum hans Munda á Finnbogastöðum tveimur fallegum gimbrum.
Við fórum í heimsókn í hríðarkófi til að heilsa upp á nýju íbúana.
Þegar okkur bar að garði var Mundi í fjárhúsunum ásamt Tíru og Kollu, sem tóku okkur fagnandi (sérstaklega Tíra sem er mjög söngelsk tík) og kindin leyfði okkur að skoða fallegu, litlu lömbin.
Bloggar | 28.3.2008 | 11:37 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú erum við með góðan gest í skólanum. Hann heitir Örnólfur Hrafnsson og er í 6. bekk í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði.
Hann er líka nýkominn frá Egiptalandi og hefur margt spennandi að segja okkur þaðan, enda kom hann inn í píramída og sá múmíur, bæði af mönnum og dýrum!
Á myndinni er Örnólfur á túninu í Stóru-Ávík, en þar var pabbi hans í sveit hjá Guðmundi bónda í gamla daga.
Bloggar | 28.3.2008 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar