Færsluflokkur: Bloggar
Óskar vinur okkar varð eins árs um daginn og af því tilefni fékk hann auðvitað hátíðarmat.
Óskar er mjög skemmtilegur köttur sem finnst gaman að kúra, en stundum fer hann í ævintýraferðir niður í fjöru eða fer á músaveiðar og er búinn að veiða 5 mýs í vetur.
Bernharð, vinur Óskars, er orðinn 4 ára og er oft að stríða Óskari en þeir eru nú samt bestu vinir.
Bloggar | 28.3.2008 | 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskafríinu lauk á þriðjudaginn og allt er komið á fullt hjá okkur í Finnbogastaðaskóla. Það var mjög gaman í páskafríinu, enda fjölgaði mikið í sveitinni og svo fengu náttúrlega allir páskaegg.
Foreldrafélagið hélt páskabingó í samkomuhúsinu, sem Edda stjórnaði af innlifun og röggsemi. Vinningarnir voru glæsilegir og spennan mikil.
Ásta og Júlíana afgreiddu bingóspjöldin og sáu um sjoppuna í hléinu (með smá hjálp frá mömmunum) og þá kom sér vel hvað þær eru duglegar í stærðfræði!
Bloggar | 28.3.2008 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta skólaferðalag var frábært
alveg frá því að við lögðum af stað frá Gjögri. Ásta fékk reyndar verk í tennurnar í fluginu en flugmaðurinn sagði að það gæti stafað af þrýstingnum.
Við fórum svo með rútu til Þorlákshafnar og þaðan fórum við með HERJÓLFI til Vestmannaeyja. Ferðin á Herjólfi var fín fyrir utan smá sjóveiki hjá Júlíönu. Í Eyjum tók Ásgeir bróðir hennar Hrefnu á móti okkur og keyrði okkur um allt. Út á Skans, upp á nýja hraun, upp á Stórhöfða, inn í Herjólfsdal ofl. Hann sýndi okkur hvar Guðlaugur kom í land úr sundinu þegar Hellisey, báturinn sem hannvar á fórst. Þar er til sýnis baðkar eins og það sem Guðlaugur braut klakann á til að fá sér vatn að drekka. Júlíana reyndi að brjóta klakann og sagði að það væri ekki séns. Hann sýndi okkur hvar Tyrkirnir komu á land. Það heitir Ræningjatangi. Við skoðuðum aliendur og gæsir og stæðsta fílshaus í heimi. Útsýnið var alveg frábært við sáum Ísland svo vel að við sáum austur að Dyrhólaey. Á heimleiðinni var bræla svo við fórum bara í koju og höfðum það notalegt.
Við þökkum öllu fólkinu sem tók á móti okkur og hjálpaði okkur að gera þetta ferðalag svona skemmtilegt.
Kveðja frá Júlíönu og Ástu
Bloggar | 13.3.2008 | 13:49 (breytt kl. 15:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlíönu fannst mjög skemmtilegt að skoða fiskvinnsluna í Ísfélaginu en vinur pabba hennar, Ægir Páll, ræður þar ríkjum. Hann fékk einn verkstjórann til að fara með okkur í gegn um alla vinnsluna. Það var hreint stórbrotið. Merkilagast var að sjá hvernig allt var unnið í vélum (aðeins öðruvísi en á Norðurfirði) tæknin var hreint ótrúleg. Fiskurinn fer á færiböndum um allt hús og endar í kössum sem eru sendir til útlanda. Sumar vélar vinna síld, aðrar loðnu og enn aðrar þorsk og ýsu. Ástu fannst merkilegt að sjá munin á loðnuhængnum og hryggnunni. En hængurinn hefur loðna rönd eftir miðri hliðinni. Við fengum spil, reglustikur og húfur með okkur heim.
Takk
Pompei Norðursins
Uppgröftur gosminja í Vestmannaeyjum
Eins og allir vita var eldgos í Vestmannaeyjum 23.janúar 1973. Við fengum Kristínu, sem er verkefnisstjóri yfir uppgreftinum, til að sýna okkur hvar er verið að grafa upp hús sem fóru undir ösku í gosinu. Það var bara svo mikill snjór að við sáum ekki eins mikið og við hefðum viljað. En það sem við sáum var strompur á húsi og veggir, hurðir og gluggar. Fólkið vonar að á neðrihæðum og í kjöllurum húsanna megi enn finna hluti sem ekki hafa skemmst. En það á eftir að koma í ljós hvað er heilt þegar búið verður að grafa húsin alveg upp.
Ástu og Júlíönu finnst þetta svo merkilegt að þær vilja að sem flestir fari og skoði Vestmannaeyjar.
Bloggar | 13.3.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ásta og Júlíana heimsóttu Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Þar var mjög vel tekið á móti þeim. Þær fengu að prufa ýmis hljóðfæri. s.s blásturshljóðfæri, píanó, trommur og flygil. Ástu fannst mest spennandi að spila á trommur en Júlíana heillaðist af blásturshljóðfærunum. Tveir nemendur sýndu þeim hvað þær eru að læra, önnur söng fyrir þær og gerði það alveg ótrúlega vel en hin spilaði rosa flott á flygilinn. Ásta og Júlíana vildu svo sannarlega hafa svona flottann Tónlistarskóla hér í Finnbogastaðaskóla.
Takk fyrir okkur.
Bloggar | 13.3.2008 | 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á miðvikudagsmorguninn 27. febrúar fórum við á Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum. Það var ótrúlega fræðandi og skemmtilegt segir Júlíana, Ásta er sammála og bætir við að það hafi verið ótrúlega flott. Það sem Júlíönu fannst merkilegast var sæköngulóin, snæuglan og krabbinn með stóru broddana. Henni fannst líka merkilegt að þar væri sporðdreki sem hefði fundist á Íslandi. Ástu fannst merkilegast að sjá uppstoppaðan haförn og lifandi skjaldbökur en þær voru tvær og stelpurnar fengu að gefa þeim að borða. Þeim fannst mjög skemmtilegt að sjá fiskana, sæbjúgun, þörungana og kuðungakrabba sem voru lifandi. Fiskarnir sem þær þekktu voru þorskur, ýsa og steinbítur.
Steinarnir á safninu voru líka spennandi. Þar voru glópagull, hrafntinna, vikur og kristallar og margt fleira.
Ef þið farið til Vestmannaeyja þá mælum við með Náttúrgripasafninu.
Bloggar | 12.3.2008 | 14:24 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætlar hún Ásta að segja frá bíóferðinn
Ég, Badda, Hrefna og Júlíana fórum í bíó og fengum popp og gos. Við sáum mynd sem heitir Ástríkur og Ólympíuleikarnir. Þetta var hrikalega skemmtileg mynd. Hún var um tvo menn sem vildu báðir eiga prinsessuna og þeir þurftu að keppa um hana á Ólymíuleikunum. Hún sagðist ætla að giftast þeim sem sigraði. Brútus sonur hans Sesars var alltaf að svindla og reyna að drepa pabba sinn svo hann gæti orðið keisari. Prinsessan var skotin í Aðalheitríki sem var Gaulverji og vonaði að hann sigraði. Hann svindlaði ekki og vann leikana og prinsessan var hamingjusöm með Aðalheitríki til æviloka.
Ásta og Júlíana segja frá PIZZA HUT
Þegar myndin var búin fórum við í leigubíl á Pizza Hut. Við tókum auðvitað viðtal við bílstjórann og spurðum hvernig væri að vera leigubílstjóri. Hann sagði að það væri ágætt. Hann væri stundum að vinna á nóttunni og stundum á daginn.
Á Pizza Hut fengum við okkkur dýrindis Pizzur og brauðstangir. Í eftirrétt fengum við ís eins mikið og við gátum í okkur látið.
Ásta segir að Þetta hafi verið mjög góður dagur og Júlíana segir að hann hafi ilmað vel.
Bloggar | 12.3.2008 | 12:10 (breytt kl. 12:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlíana segir frá sundferðinni í Eyjum
Júlíönu fannst skemmtilegast í sundlauginni í Vestmannaeyjum. Það er salt vatn í lauginni og þá er svo gott að synda. Það var líka rosa flott stökkbretti. Fyrst var Júlíana svolítið hrædd á því. Hún hélt að hún mundi renna útaf því og skalla bakkann en hún var bara mjög klár að stökkva af brettinu þegar hún var búin að finna að það var gott að nota sér að brettið dúaði. Henni fannst ekki mikið mál þó hún fengi nokkra magaskelli, henni fannst það bara skemmtilegt. Í sundlauginni var hægt að fara í körfubolta sem var mjög gaman. Badda og Hrefna voru svolítið klaufskar að hitti í körfuna en Ástu og Júlíönu gekk mikið betur. Í sundlauginn voru líka stórir kleinuhringir (kútar sem voru eins og uppblásnar bílslöngur nema bara rauðir og gulir) sem vara rosalega gaman að búa til turna úr og synda inn í. Í sundlauginni hittum við líka krakka sem við höfðum kynnst í Herjólfi á leiðinni til Vestmannaeyja.
Bloggar | 11.3.2008 | 15:36 (breytt kl. 17:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér kemur sagan sem Júlíana Lind og Guðrún Harpa sömdu saman í síðustu viku. Njótið vel því hér eru framtíðar rithöfundar greinilega á ferð.
Farðu nú í fornöld og frá þessari veröld
Í Pearl Road 6 í Bandaríkjunum var Helena að finna sér hrekkjavökubúning fyrir kvöldið. Helena var ósköp venjuleg 12 ára stelpa, hún var brúnhærð og með ljósblá augu. Í skólanum hennar voru tvær leiðinlegar systur sem hétu Ketilfríur og Kátfríður. Þær öfunduðu Helenu hvað hún væri falleg og gáfuð. Í hvert sinn sem eitthvað forljótt kom í tískublöðunum suðuðu þær um það. Það var bankað að dyrum og Helena fór til dyra og þar var Maríanna. Þær ætluðu að vera saman á hrekkjavökunni.
Helenu fannst hún ekkert það skemmtileg. Helena ætlaði að vera norn og Maríanna var líka búin að ákveða að vera norn. Þegar Helena sagði Maríönnu að hún ætlaði að vera norn varð Maríanna reið og strunsaði út. Þá þurfti Helena að fara ein á hrekkjarvökuna.um kvöldið Hún var komin með fullan nammipott og hún var á heimleið en þá komu Kátfríður og Ketilfríður og mönuðu hana að fara í húsið þar sem nornin bjó. Enginn þorði að fara í húsið því nornin var svo grimm. Hún bankaði að dyrum og út kom það skelfilegasta sem hún hafði séð. Það líktist skjaldböku í framan. Nornin sagði með rámri röddu: Ég á ekkert nammi hér! Þá sprautaði Helena vatni framan í hana. Nornin trylltist og öskraði : Snautaðu burt, ófétið þitt. Nornin tók töfrasprotann og beindi honum að Helenu og sagði : Farðu nú í fornöld og frá þessari veröld
Krakkarnir hlupu burt þegar þau sáu Helenu hverfa. Helena snerist í marga hringi áður en hún áttaði sig á hvað hafði gerst. Allt í einu var hún komin út í frumskóg. Helena vissi ekkert hvar hún var, þannig að hún klifraði upp í tré til að litast um. Hún sá gamaldags þorp og Þegar hún fór niður sá hún skilti og á skiltinu stóð Kamilott. Hún varð hissa því hún hafði lesið um þorpið í skólanum. Það hafði farist fyrir u.þ.b. 300 árum vegna flóðs. Svo hún ákvað að fara í þorpið og spyrja hvaða ár væri og ef þeir myndu segja árið 1708 myndi Helena vara þau við. Hún reyndi að brjótast í gegnum þéttvaxnar greinarnar.En það gekk eiginlega ekki.
Þegar hún kom út úr skóginum sá Helena breiða á. Áin var svo löng að það tæki nokkra daga að ganga í kringum hana. Svo Helena ákvað að synda yfir ána. Þegar hún var komin yfir ánna sá hún stórt fjall. Helena áttaði sig á að hún þyrfti annað hvort að fara yfir eða kringum það. Helena ákvað að fara yfir fjallið. Þegar hún var komin hálfa leið upp á fjallið sá hún helli og fór og hvíldi sig þar. Svo þegar hún ætlaði aftur að leggja af stað, kom grjótskriða og lokaði fyrir hellinn.
Helena varð mjög hrædd og hélt að hún kæmist aldrei út aftur. Hún hallaði sér uppað einum klettaveggnum ein þá opnuðust leynidyr og hún var komin hinu megin við fjallið. Þá var ekkert svo langt til Kamilott. Þegar hún kom til Kamilott spurði hún fyrstu manneskjuna sem hún sá hvaða ár væri. Stelpan sem hún spurði leit út fyrir að vera 10 ára. En stelpan æpti norn! og hljóp í burtu.
En Helena skildi ekki hvað stelpan var að meina. En leit svo á sjálfa sig og fattaði að hún var ennþá í nornabúningi.
Helena tók af sér hattinn og skykkjuna. Hún fór til stelpunnar og spurði hvað hún héti. Stelpan hét Katrín og Helena sagðist heita Helena. Svo spurði Helena hvaða ár væri og Katrín sagði að það væri árið 1708. Helena leit upp að stíflunni og sá að hún var alveg að bresta. Hún spurði Katrínu hvort hún mætti tala við bæjarstjórann. Já sagði Katrín og fylgdi henni að ríkmannlegasta húsinu í þorpinu. Helena átti við fund við bæjarstjórann og sagði honum að stíflan væri að bresta og þorpið myndi fara á kaf.
Bæjarstjórinn fór að hlæja og sagði ; Vina mín, stíflan er traust eins og járn. Það getur ekki verið sagði Helena og benti á stífluna. Guð minn góður! sagði bæjarstjórinn óttasleginn. Helena spurði bæjarstjórann hvað hann ætlaði að gera í málinu. Ég, ég þarf að pússa peningana fyrir svefninn og hef ekki tíma fyrir svoleiðis lagað.
Þá sagði Helena: En þú ert bæjarstjórinn og þú átt að hugsa um fólkið þitt ef ég myndi segja þeim það myndi enginn trúa mér. Fólkið hlustar á þig.
Já fólkið hlustar á mig af því ég er svo fallegur sagði bæjarstjórinn.
Þá sagði Helena: Þú ert bara montinn og sjálfselskur. Hún gekk reið út og fór til Katrínar og sagði henni frá stíflunni. Katrín ætlaði í fyrstu ekki að trúa Helenu en henni fannst Helena svo alvarleg í braði að hún trúði henni.
Næst fóru þær að segja öllum frá stíflunni og sýndu þeim bunana sem var byrjuð að leka í leiðinni. Þær sögðu fólkinu að vera rólegt og taka bara það nauðsynlegasta eins og mat, hesta, hlý föt, vatn og teppi.
Það var lagt af stað í ferðina. Allt gekk vel í fyrstu en svo fór að rigna og allar eigur fólksins blotnuðu. Svo sá fólkið stóran helli og fólkið ætlaði að vera þar þangað til það myndi hætta að rigna. Fólkið var búið að vera þar í óratíma, orðið matarlaust, því var orðið kalt þegar loksins stytti upp. Sjáið þetta galdratæki æpti Katrín. Þetta er regnbogi sagði Helena.
Ferðinni var svo haldið áfram. Fólkið vildi frekar ganga meðfram ána. Þegar fólkið var búin að ganga nokkurn spöl sáu þau þorp sem var eitt og yfirgefið.
Þau skoðuðu sig um og leist ágætlega á staðinn og allir fundu sér hús. En Helena sá hreyfingu í einu húsinu sem enginn hafði farið inn í. Hún fór upp að húsinu og bankaði. Til dyra kom gamall kall með meters langt skegg. Hann varð undrandi að sjá manneskju því hann hafði ekki séð manneskju í mörg ár. Hver ert þú? spurði Helena. Ég heiti Skeggjólfur en kallaðu mig Skegg, en hvað dregur ykkur hingað? Spurði Skeggi.
Við vorum að forðast flóð sagði Helena. Krassss!
Nú hlýtur stíflan að vera brostin sagði Helena má fólkið vera um kyrrt?
Já auðvitað!, nú fæ ég loksins félagsskap sagði Skeggi.
Hvernig get ég launað þér spurði Skeggi. Já, sko eiginlega þarf ég að komast heim
Hvar áttu heima?
Ég á heima í Pearl Road 6 í Bandaríkjunum, en það er ekki bara það, því ég þarf að komast fram í tímann til ársins 2008, 31.október svaraði Helena.
Ég er galdramaður og er nýbúinn að finna upp tímaþulu sagði Skeggi.
En afhverju býrðu einn í þessu þorpi? spurði Helena.
Það flýðu allir frá mér af því ég er töframaður
Ég ætlað að fara að kveðja fólkið og svo ég ég aftur og þá kemst ég til mínstíma sagði Helena og fór og kvaddi Katrínu og allt fólkið.
Bless, ég á eftir að sakna ykkar.
Við líka hrópuðu fólkið!
Svo fór Helena til töframannsins og hann töfraði hana til síns heima. Þá var hún kominn fyrir framan hús nornarinna og hún hljóp heim til sín.
Þegar hún kom heim til sín hljóp hún í fangið á mömmu sinni og pabba og sagði: Það er allt í lagi með mig, ég er komin aftur!
En þú ert bara búin að vera í burtu í 2 klukkutíma sagði pabbi hennar undrandi því tíminn hafði verið á stopp á meðan hún var í fornöld.
Hvað varð um fötin þín? spurði mamma Helenu. UUUU
mér fannst það bara flott.
Einu ári síðar
Viltu ekki fara að drífa þig á hrekkjavökuna svo þú missir ekki af öllu namminu spyr mamma?
Nei, nei, það er allt of mikið vesen sagði Helena.
Bloggar | 10.3.2008 | 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Við komum okkur vel fyrir í snjóhúsinu með heitt kakó og Elín las fyrir okkur sögu um ísbirni, sem voru hættulegir og varasamir og við fengum hroll og urðum svolítið hrædd.
Allt í einu heyrðum við eitthvað fyrir utan. Var það fótatak? Kannski var þetta fugl? Eða kisa? Allt í einu rekum við upp öskur, það er stór ísbjörn sem horfir á okkur inni í snjóhúsinu. Ásta kallar hátt og segir okkur að besta ráðið til að losna við ísbirni sé að gera mikinn hávaða. Við æpum öll eins hátt og við getum, klöppum saman höndunum og lemjum með rassaspjöldunum.
Allt í einu byrjar ísbjörninn að tala við okkur. Hann segir ég er rosa, rosa, rosa einmanna. Viljið þið leyfa mér að koma inn í snjóhúsið? en Ásta hvíslar að okkur, ekki taka áhættuna, ekki trúa honum, hann er kannski vondur og kannski svangur!
Þá segjum við farðu í burtu ísbjörn og finndu þér einhverja aðra ísbirni til að leika við. Við tökum ekki áhættuna.
Þá öskrar hann og reynir að troða sér inn í snjóhúsið til að éta okkur. Við æpum öll hátt af hræðslu.
En guði sé lof, þarna birtist Hrafn, sem var kallaður Krummi Klakason þegar hann var strákur, með boga og ör. Hann miðar beint á ísbjörninn og segir honum að koma sér í burtu, og fara heim til sín.
Ísbjörninn hleypur í burtu fer uppá ísjakann sinn og siglir heim á Norðurpólinn.
Bloggar | 6.3.2008 | 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar